hux

Prófkjörsdagurinn mikli

Prófkjörsdagurinn mikli runninn upp. Í dag er meðal annars tvöfalt kjördæmisþing framsóknarmanna í Suðvesturkjördæmi. Í Fréttablaðinu í gær sagði að Siv Friðleifsdóttir hefði gríðarlegan styrk í kjördæminu og víst er að enginn býður sig fram gegn henni.

Í Blaðinu í dag eru svo einhverjir nafnlausir framsóknarmenn í kjördæminu að lýsa óánægju með að þeir fái ekki að kjósa um fyrsta sætið þótt Siv sé ein í kjöri. Þeir hefðu viljað sýna óánægju með auðum atkvæðum, ef ég skil rétt. Það gætu verið eftirmálar kjördæmisþingsins á dögunum þar sem Siv lenti meðal annars upp á kant við alla sveitarstjórnarmenn flokksins í kjördæminu, Ómar í Kópavogi, Sigrúnu í Garðabæ, Þröst í Mosfellsbæ og Guðrúnu Helgu á Seltjarnarnesi.

Ef það er svo að Siv hefur þann styrk í kjördæminu sem Fréttablaðið segir ætti Una María Óskarsdóttir að vera algjörlega örugg með sigur í baráttunni um annað sætið. Una María hefur lengi verið hægri hönd Sivjar og það er ekki vafi á því að heilbrigðisráðherra mun beita sér af öllu því afli sem hún býr yfir fyrir kjöri Unu Maríu í 2. sætið. Það eiga 380 manns rétt til að sitja á þinginu og taka þátt í kosningunni. Það verður fróðlegt að vita hvað margir mæta og kjósa. Þetta skýrist allt í dag.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tíu og sextán?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband