hux

Kosningaspá dagsins

Spennandi prófkjör Samfylkingar í Suður og ekki síður í Suðvesturkjördæmi um helgina. Spámaðurinn er búinn að lesa í iður fugla, þvo sér um hendur og senda mér spána í tölvupósti. Hefur þann fyrirvara að þetta er óhemjuspennandi og dreifing atkvæða mikil í neðri sæti. Hefst nú lesturinn:

Fyrst Suðurkjördæmi:
1. Björgvin G. Sigurðsson
2. Lúðvík Bergvinsson
3. Róbert Marshall
4. Jón Gunnarsson
5. Ragnheiður Hergeirsdóttir.

Þetta mundi þýða að Jón Gunnarsson félli í 6. sætið vegna kynjakvótans sem kveður á um að tvær konur verði að vera í fimm efstu sætum.

Svo er það Suðvestur:
1. Árni Páll Árnason
2. Þórunn Sveinbjarnardóttir
3. Gunnar Svavarsson
4. Katrín Júlíusdóttir
5. Guðmundur Steingrímsson
6. Jakob F. Magnússon

Þessi spá er á ábyrgð spámannsins, ég held þetta sé gífurlega tvísýnt. Fyrirfram var reiknað með að Gunnar Svavarsson ætti 1. sætið öruggt en það hefur lítið farið fyrir honum í baráttunni, amk utan Hafnarfjarðar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af einum og sextán?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband