hux

Menn fólksins

KB-banki greiðir sjö milljarða í skatta, samkvæmt álagningarskrá, meira en nokkur aðili í landinu. Á dögunum var í fréttum að hagnaður fyrirtækisins fyrstu níu mánuðina væri meiri en verðmæti alls sjávarafla sem kemur hér að landi á heilu ári. Saga þessa fyrirtækis undanfarin áratug er náttúrlega ekkert annað en ótrúlegt ævintýri.

Fyrir 10 árum keyptu sparisjóðirnir 50% hlut Búnaðarbankans í því sem þá hét Kaupþing. Á þeim tíma var fyrirtækið að mig minnir metið á um 300 milljónir króna. Sigurður Einarsson var þá aðstoðarforstjóri fyrirtækisins, en tók skömmu síðar við forstjórastóli. Minn gamli og góði skólabróðir er tvímælalaust langmesti gróðapungur Íslandssögunnar og húrra fyrir honum. Í höndum hans og samstarfsmanna hans hefur þetta fyrirtæki blómstrað og fært hluthöfum sínum og öllu þessu samfélagi lygilegan arð. Verðmæti þess hefur aukist stjarnfræðilega, einhver sagði mér að það hefði allt að því 2000 faldast á þessum tíma.

Mér finnst rétt að nefna þetta af því að þeir sem eiga heiðurinn af þessu ævintýri hafa að mínu mati aldrei notið sannmælis í umræðu hér á Íslandi, þeir hafa allan tímann verið með áhrifamikla hælbíta á eftir sér og hafa þeir einskis látið ófreistað til þess að láta spunavélar sínar rakka þessa starfsemi niður og rægja jafnt hér heima og erlendis, meðan öðrum er hossað fyrir afrek sem ekki komast í hálfkvisti við það ævintýri sem uppbygging og vöxtur Kaupþings hefur verið undanfarinn áratug. Og þar hafið þið það.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tveimur og tuttugu?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband