30.10.2006 | 18:27
Óþekkti þingmaðurinn eða Vitlausa póstnúmerið
Kostulegar þessar skýringar Önnu Kristínar Gunnarsdóttur á hrakförum sínum í prófkjörinu. Ég á reyndar erfitt með að setja mig inn í þessa stemmningu að það skipti miklu máli í hvaða póstnúmeri þú býrð hvort þú færð einhver atkvæði. Veit ekki til þess að á þessu landsvæði sé einhver að spá í hvort frambjóðandi býr í 105, 109 eða 220. En ég veit að úti á landi er þetta eitthvað sem skiptir máli. Ég held samt að þetta ráði ekki úrslitum þegar frambærilegt fólk á í hlut og að Anna Kristín reyni þarna að selja sjálfri sér fullauðvelda skýringu.
Nú er hún sitjandi þingmaður og kannski sá þingmaður sem fæstir Íslendingar þekkja. Hún átti aldrei séns í 1. sætið og tapar 2. sætinu fyrir manni sem var hættur eftir tilþrifalítinn pólitískan feril. Hún hangir með 16 atkvæðum í 3ja sætinu. Sú sem var næstum búin að fella hana enn neðar var einn fjögurra "vestfirskra" frambjóðenda í toppslagnum og aðeins búin að búa í kjördæminu í nokkrar vikur. Anna Kristín var hins vegar eini frambjóðandinn úr norðvesturhluta kjördæmisins sem sóttist eftir forystusæti.
Ég kaupi ekki að póstnúmerið hafi ráðið úrslitum og held að málið sé einfaldlega þetta: Hefði Anna Kristín notað betur það tækifæri sem hún hefur fengið á þessu kjörtímabili hefði hún rúllað þessu upp. Hún hafði forskot þegar lagt var af stað, eina konan í hópi alþingismanna í kjördæminu, en það nýttist henni ekki.
Ps. Er Anna Kristín réttur handhafi titilsins Óþekkti þingmaðurinn? Hverjir aðrir koma til greina? Svör óskast í komment.
Tenglar
Bloggarar
- Björn Ingi
- Freedom Fries
- Denni
- Andrés J
- Jakob
- Helga Sigrún
- Axel
- Arna
- Tómas
- Friðjón
- Davíð Logi
- Eygló Harðar
- Guðmundur
- Sigmar
- Eiríkur Bergmann
- Ómar
- Hallur
- Stefán Fr.
- Ragnar B
- Aðalheiður
- Magnús
- Valdimar
- Bjarni Harðar
- Gísli Freyr
Fleiri bloggarar
- Sveinn Hjörtur
- Bæjarstjórinn
- Egill
- Óli Björn
- Össur
- Helga Vala
- Helgi
- Andrés M
- Sæunn
- Jón Axel
- Fanný
- Snorri
- Stefán Pálsson
- Valgerður
- Hrannar B
- Baddi
Og fleiri
Enn fleiri bloggarar
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.1.): 2
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 27
- Frá upphafi: 536817
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning