hux

Klukkan er rúmlega tólf

Hvernig fer þetta hjá sjálfstæðismönnum? Hef ekki hugmynd og held þetta sé tvísýnt. Miðað við að það eru 21.000 á kjörskrá og óflokksbundnir stuðningsmenn mega kjósa finnst mér kjörsóknin fara hægt af stað. Gæti unnið með Gulla, hann hefur mikið batterí í gangi, sem er að handlanga þúsundir á kjörstað. En hvað veit maður svosem hérna í sófanum.

Björnsmenn segja að andstæðingar flokksins voni að Björn tapi. Ekki held ég að það sé rétt. Ég held að það verði meira pláss á hinni pólitísku miðju ef Björn vinnur. Þess vegna hljóta andstæðingar flokksins að telja hann vænlegri keppinaut í kosningabaráttu í vor og svo hefur hann náttúrlega verið virkur gerandi í mörgum umdeildum málum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fjórum og sextán?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband