hux

Talsmaður neytenda

Gísli Tryggvason hefur sýnt að hann er prinsíppmaður og er kominn í fjölmiðlabindindi fram yfir prófkjör til þess að verja embætti sitt ásökunum um pólitíska misnotkun. Með þessari ákvörðun komst hann reyndar í fréttirnar en gott hjá honum og til háborinnar fyrirmyndar.

Nú er skarð fyrir skildi. Hver á að gæta hagsmuna neytenda og vera talsmaður þeirra? Eiga íslenskir neytendur nú engan vin? Það þýðir ekkert að bíða eftir að einhver annar leysi vandann. Ég hef því ákveðið að axla þessa ábyrgð í forföllum Gísla, eða fram til 4. nóvember. Ég mun ekki krefjast launa fyrir starfið ekki fremur en Kjartan Gunnarsson krafði Sjálfstæðisflokkinn um laun fyrir erfiði sitt. Maður verður að gera skyldu sína, eins og kallinn sagði. Hefst nú lesturinn:

Meðalverð á slægðri ýsu á fiskmörkuðum í síðustu viku var 167 kr./kg og framboðið gríðarlegt. Í dag borguðum við hjónin 1.300 krónur fyrir kílóið af ýsuflökum í búð. Það er eitthvað að.

Ég er að velta þessu fyrir mér í sambandi við verðlagið hér á landi. Nú eru ekki tollar eða vörugjöld að sprengja upp verðlagið á ýsunni. Landbúnaðarkerfið er mér engan veginn að skapi. Ég væri til í að hafa á því endaskipti og geta keypt osta hvaðanæva að en ég er hræddur um að það yrði ekki til þess að lækka verðið á ýsunni.

Íslenskir neytendur eru hafðir að fíflum á öllum sviðum, ekki bara í bensínsölu, bankaviðskiptum og verði á landbúnaðarvörum.

Góðar stundir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sjö og þremur?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband