hux

Mæla skal þarft eða þegja

Mér finnst þetta rétt ábending hjá Guðmundi:

Fólk sem gefur í skyn að það búi yfir svona vitneskju verður að tala hreint út, fara til saksóknara, en líka tjá sig opinberlega eftir því sem unnt er. Þagnarskyldukúltúr er allsráðandi í löggu- og fjarskiptageiranum en þagnarskyldan getur bara náð yfir lögleg fyrirmæli. Ef fólki hefur verið falin verk, sem ástæða er til að ætla að séu ólögmæt, getur það ekki verið bundið af þagnarskyldu.

Það er í vinnu hjá ríkinu sem stjórnast af lögunum en ekki hjá mönnunum sem fara með ríkisvaldið hverju sinni. Þannig að nú er rétti tíminn fyrir alla litlu Landssímamennina að koma fram ef þeir hafa eitthvað að segja og tali þeir þá hreint út, það vantar ekki hálfkveðnar vísur inn í þessa umræðu. Hún líður hins vegar mjög fyrir skort á upplýsingum og staðreyndum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tíu og núlli?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband