24.10.2006 | 20:47
Hvenær styður maður mann?
Baráttan milli Guðlaugs Þórs og Björns Bjarnasonar um 2. sætið í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins er æsispennandi. Stuðningsmenn beggja eru kappsfullir - sumir einum of kappsfullir. Sú lýsing á amk við um þann stuðningsmann Björns sem safnaði saman stuðningsmönnum til þess að lýsa opinberlega yfir stuðningi við dómsmálaráðherrann í Morgunblaðinu síðastliðinn laugardag.
Þorkell Sigurlaugsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá Eimskip og nú stjórnandi hjá Háskólanum í Reykjavík, frétti nefnilega fyrst af því þegar hann var að lesa Moggann á laugardagsmorguninn að hann væri yfirlýstur stuðningsmaður Björns Bjarnasonar. Þorkell hafði ekki hugmynd um það fyrr en hann las það í Mogganum að hann styddi Björn og meira að segja opinberlega. Honum brá sem von var og hringdi í Björn til þess að kalla eftir skýringum og árétta við hann að hann ætlaði ekki að lýsa yfir stuðningi við nokkurn mann í þessu prófkjöri nema Guðfinnu rektor í 3ja sætið.
Birni varð eðlilega ekki vel við að fá þetta símtal og baðst afsökunar. Hann hafði ekki sjálfur ákveðið að auglýsa stuðning Þorkels við sig heldur talið að stuðningsmenn sínir hefðu fengið leyfi hans sjálfs til þess. Svo var ekki.
Hið merkilega er að þetta mun ekki vera einsdæmi í þessari prófkjörsbaráttu. Frést hefur að fleiri sjálfstæðismönnum hafi svelgst á morgunkaffinu þegar þeir hafa lesið og séð sjálfa sig lýsa yfir stuðningi við mann og annan, að þeim sjálfum forspurðum.
Þorkell Sigurlaugsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá Eimskip og nú stjórnandi hjá Háskólanum í Reykjavík, frétti nefnilega fyrst af því þegar hann var að lesa Moggann á laugardagsmorguninn að hann væri yfirlýstur stuðningsmaður Björns Bjarnasonar. Þorkell hafði ekki hugmynd um það fyrr en hann las það í Mogganum að hann styddi Björn og meira að segja opinberlega. Honum brá sem von var og hringdi í Björn til þess að kalla eftir skýringum og árétta við hann að hann ætlaði ekki að lýsa yfir stuðningi við nokkurn mann í þessu prófkjöri nema Guðfinnu rektor í 3ja sætið.
Birni varð eðlilega ekki vel við að fá þetta símtal og baðst afsökunar. Hann hafði ekki sjálfur ákveðið að auglýsa stuðning Þorkels við sig heldur talið að stuðningsmenn sínir hefðu fengið leyfi hans sjálfs til þess. Svo var ekki.
Hið merkilega er að þetta mun ekki vera einsdæmi í þessari prófkjörsbaráttu. Frést hefur að fleiri sjálfstæðismönnum hafi svelgst á morgunkaffinu þegar þeir hafa lesið og séð sjálfa sig lýsa yfir stuðningi við mann og annan, að þeim sjálfum forspurðum.
Tenglar
Bloggarar
- Björn Ingi
- Freedom Fries
- Denni
- Andrés J
- Jakob
- Helga Sigrún
- Axel
- Arna
- Tómas
- Friðjón
- Davíð Logi
- Eygló Harðar
- Guðmundur
- Sigmar
- Eiríkur Bergmann
- Ómar
- Hallur
- Stefán Fr.
- Ragnar B
- Aðalheiður
- Magnús
- Valdimar
- Bjarni Harðar
- Gísli Freyr
Fleiri bloggarar
- Sveinn Hjörtur
- Bæjarstjórinn
- Egill
- Óli Björn
- Össur
- Helga Vala
- Helgi
- Andrés M
- Sæunn
- Jón Axel
- Fanný
- Snorri
- Stefán Pálsson
- Valgerður
- Hrannar B
- Baddi
Og fleiri
Enn fleiri bloggarar
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.1.): 2
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 27
- Frá upphafi: 536817
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning