hux

Beint til Boga

Forvitnilegastu spurningarnar í hleranamálum nú finnast mér þessar: Mun ríkissaksóknari víkka út rannsókn sýslumannsins á Akranesi þannig að hún nái einnig yfir fullyrðingar um að Jón Baldvin og Steingrímur hafi látið utanríkisþjónustuna rannsaka Svavar Gestsson? Hvers vegna/hvers vegna ekki? Ef saksóknari tekur þessi mál yfir mun Jón Baldvin þá hafa réttarstöðu sakbornings eða vitnis í yfirheyrslum hjá löggunni á Akranesi? Verður Svavar kvaddur til vitnis? Og Róbert Trausti, verður hann vitni eða sakborningur? Sakborningur vegna þagnarskyldu opinbers starfsmanns og/eða vegna þess að njósnir um Svavar hafi verið ólöglegar?

Eða getur landsdómur einn rannsakað og dæmt um meint lögbrot ráðherra? Þá væri ljóst að löggurannsóknarleiðin dugar ekki eins og ýmsir hafa talað fyrir og málið fyrnt? Ef svo er, er þá ekki ljóst að það þarf sérstakan farveg á borð við þingnefnd til þess að leiða hið sanna í málinu í ljós og bjarga því úr þeirri herkví smjörklípuaðferðarinnar sem það er komið í?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sjö og þrettán?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband