20.10.2006 | 10:03
Góður punktur
Góður punktur í leiðara Þorsteins Pálssonar í Fréttablaðinu í dag um Róbert Trausta Árnason, sem hefur komið fram og upplýst að Jón Baldvin og Steingrímur hafi beðið sig að grennslast fyrir um starfsemi STASI á Íslandi. Róbert segir að þessu hafi verið beint gegn Svavari en Jón Baldvin kannast ekki við það.
Allt um það, Þorsteinn Pálsson bendir á að með því að gerast heimildarmaður Þórs Whitehead hafi Róbert rofið þagnarskyldu opinbers starfsmanns en að það muni væntanlega engin eftirmál hafa fyrir hann því að ef hann hafi fengið fyrirmæli um að njósna um Svavar hafi þau verið ólögleg og þagnarskylda opinberra starfsmanna gildi ekki um ólögleg fyrirmæli. Þetta er náttúrlega lykillinn að því að fá fram á borðið allar upplýsingar um þessi mál, að opinberir starfsmenn sem hugsanlega hafa unnið einhver verk af þessu tagi að fyrirmælum yfirboðara sinna stígi fram, tjái sig og geri sér grein fyrir því að sú þögn sem þeir töldu að þeir ættu að viðhafa um starfsemina var og er ólögleg.
Sennilega vinnur ekkert jafnmikið gegn því að upplýsingar komi fram og sú rótgróna hugmynd opinberra starfsmanna í löggu- og fjarskiptageiranum og utanríkisþjónustunni að þeir séu bundnir algjörri þagnarskyldu um allt sem þeir gera í vinnunni. En eins og Þorsteinn bendir á, þá á það bara við um lögleg fyrirmæli yfirmanna. Kannski stíga nú fleiri fram.
Tenglar
Bloggarar
- Björn Ingi
- Freedom Fries
- Denni
- Andrés J
- Jakob
- Helga Sigrún
- Axel
- Arna
- Tómas
- Friðjón
- Davíð Logi
- Eygló Harðar
- Guðmundur
- Sigmar
- Eiríkur Bergmann
- Ómar
- Hallur
- Stefán Fr.
- Ragnar B
- Aðalheiður
- Magnús
- Valdimar
- Bjarni Harðar
- Gísli Freyr
Fleiri bloggarar
- Sveinn Hjörtur
- Bæjarstjórinn
- Egill
- Óli Björn
- Össur
- Helga Vala
- Helgi
- Andrés M
- Sæunn
- Jón Axel
- Fanný
- Snorri
- Stefán Pálsson
- Valgerður
- Hrannar B
- Baddi
Og fleiri
Enn fleiri bloggarar
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.1.): 2
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 27
- Frá upphafi: 536821
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning