hux

Fréttayfirlit

Það bar til tíðinda í prófkjörsfréttum í dag að Ágúst Ólafur Ágústsson fór viðurkenningarorðum um dómsmálaráðherra í frétt um fangelsismál. Gott hjá Ágústi Ólafi að viðurkenna það sem vel hefur verið gert, það gerir stjórnmálamenn miklu foringjalegri og traustari að vera sanngjarnir í garð andstæðinganna og þora að viðurkenna staðreyndir, ekki bara vera fúll á móti. Gagnast honnum kannski í prófkjörinu.

Það bar ennfremur til tíðinda að Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda, sem lýsti yfir framboði í 2. sæti hjá framsókn í Kraganum um helgina, komst í fréttirnar og talaði um mjólkuriðnað og neytendur. Góð byrjun á kosningabaráttunni hjá honum.

Loks er þess að geta að Gylfi Arnbjörnsson hefur dregið sig til baka úr prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík en þar hafði hann lýst yfir framboði í 3.-4. sæti. Gylfi er framkvæmdastjóri ASÍ. Hann sætti gagnrýni víða (t.d. hér) fyrir viðbrögð sín við matarskattsaðgerðum ríkisstjórnarinnar. Þau þóttu of prófkjörskandídatsleg fyrir mann í hans stöðu og í kjölfarið gaf ASÍ m.a. út yfirlýsingu. Gylfi klikkaði á því að viðurkenna ekki það sem vel er gert. Meinið var að hann gerði ekki skýran greinarmun á hlutverki pólitíkuss og forystumanns fjöldasamtaka sem byggja á nauðungaraðild. Nú hefur Gylfi ákveðið að halda sig við ASÍ og láta drauminn um Alþingi bíða betri tíma.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fimm og sautján?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband