hux

Rannsóknarhagsmunir og aðrir hagsmunir

Ríkissaksóknari er náttúrlega að gera skyldu sína með því að hefja opinbera rannsókn á hleranamálinu og eðli málsins samkvæmt beinist sú rannsókn að því að leita sakborninga og draga þá fyrir dóm. Þannig er þetta lögfræðikerfi og gott og vel. Ríkissaksóknari er svo sjálfstæður að hann er einn handhafi ákæruvalds, við erum sem betur fer ekki á tímanum fyrir 1961 þegar dómsmálaráðherra sjálfur var handhafi ákæruvaldsins.

En ríkissaksóknari býr ekki við mjög lýðræðislegan ramma. Hann er ekki ábyrgur gagnvart neinum og enginn hefur möguleika á að kæra t.d. ákvörðun hans að sækja mann ekki til saka á grundvelli rannsóknar. Og enginn á heimtingu á að fá aðgang að neinum upplýsingum frá ríkissaksóknara nema þá dómari og verjendur í þeim tilvikum þegar rannsókn leiðir til þess að ákæra er útgefin og þá aðeins þeim gögnum sem lúta að því sakarefni sem saksóknari hefur ákveðið að leggja fyrir dóm. Ef ákæra er ekki gefin út hefur enginn möguleika á að krefja saksóknara um skýringar og rökstuðning fyrir opnum tjöldum. Það er enginn að gæta varðanna og spurningin í þessu máli er einmitt sú: hvað hafa verðirnir verið að gera.

Það er mjög mikið af lögfræðingum í íslenskum stjórnmálum og stundum er eins og þeir vilji taka sig saman um að smætta bara stjórnmálin niður í lögfræðileg viðfangsefni. Þannig er það ekki, traust og trúnaður eru til dæmis ekki bara einhver lögfræðileg hugtök. Þess vegna þarf þingið að taka þetta mál af framkvæmdavaldinu, kannski ekki þann þáttinn sem snýr að glæp og refsingu heldur hinn sem snýr að grundvallartrausti á stofnunum samfélagsins. A.m.k. eiga rannsóknarhagsmunir ekki að þurfa að þvælast fyrir því að opinber umræða haldi áfram um málið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af þremur og núlli?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband