15.10.2006 | 23:00
Kæri Jón
Kæri Jón. Ég sá þig í Silfrinu í dag og ákvað svo að skrifa þér línu vegna hlerananna. Mér finnst ekki hægt að gera þá kröfu til Jóns Baldvins og Árna Páls að þeir fari til dómsmálaráðherra eða umboðsmanns og láti rannsaka hvort þeir voru hleraðir í utanríkisráðuneytinu. Við erum að tala um grun, sem því miður virðist rökstuddur, um að hér hafi verið stundaðar hleranir án dómsúrskurða. Slík starfsemi skilur ekki eftir sig gögn í stjórnsýslunni með venjulegum hætti.
Ég hlustaði á viðtal við Geir H. Haarde í ríkissjónvarpinu á laugardagskvöld. Hann vill láta rannsaka þann árangur sem hleranir byggðar á dómsúrskurðum fyrir 1991 báru og miðla kaldastríðsgumsinu svo út í þjóðfélagið. Ég held að það sé ekki ekki málið heldur hitt hvort þessi starfsemi var stunduð innan ramma laga og réttar eða ekki. Því miður er mörgum erfiðum en nauðsynlegum spurningum ósvarað. Það nægir ekki að rannsaka gögn, það þarf að tala við fólk.
Kæri Jón, ég vona að þú hlustir frekar á Guðna en Geir í þessu máli. Guðni skynjar eins og oft áður hvernig þjóðarsálin metur þetta mál. Framkvæmdavaldinu er bara ekki treystandi til að rannsaka sig sjálft í þessu efni. Settu þetta nú í rannsókn í þingnefnd, kæri Jón, ekki láta Framsóknarflokkinn elta íhaldið út í þetta fúafen. Þú ræður því á endanum, við vitum það öll.
Tenglar
Bloggarar
- Björn Ingi
- Freedom Fries
- Denni
- Andrés J
- Jakob
- Helga Sigrún
- Axel
- Arna
- Tómas
- Friðjón
- Davíð Logi
- Eygló Harðar
- Guðmundur
- Sigmar
- Eiríkur Bergmann
- Ómar
- Hallur
- Stefán Fr.
- Ragnar B
- Aðalheiður
- Magnús
- Valdimar
- Bjarni Harðar
- Gísli Freyr
Fleiri bloggarar
- Sveinn Hjörtur
- Bæjarstjórinn
- Egill
- Óli Björn
- Össur
- Helga Vala
- Helgi
- Andrés M
- Sæunn
- Jón Axel
- Fanný
- Snorri
- Stefán Pálsson
- Valgerður
- Hrannar B
- Baddi
Og fleiri
Enn fleiri bloggarar
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.1.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 536823
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning