14.10.2006 | 19:38
Konur slógust í Kraganum
Kosið var milli nánustu samstarfsmanna Sivjar Friðleifsdóttur og Jónínu Bjartmarz á kjördæmisþingi framsóknar í Suðvesturkjördæmi í dag. Sivjarfólk vann með fjórum atkvæðum en það gæti hafa verið Pyrrhosarsigur. Ólga er í baklandinu vegna framkvæmdar kosningarinnar.
Vitað var að kjósa þyrfti formann í stað Eyjólfs Árna Rafnssonar, sem léti af störfum eftir langa þjónustu. Hildur H. Gísladóttir í Hafnarfirði, ein nánasta samstarfskona Sivjar, og Guðrún H. Brynleifsdóttir, lögmaður og bæjarfulltrúi á Seltjarnarnesi og náin samstarfskona Jónínu Bjartmarz, höfðu lýst yfir framboði. Þrýst var á Guðrúnu að bjóða sig ekki fram. Guðrún sagði fjölmörgum þingfulltrúum að Siv hefði tekið hana tali á þinginu sjálfu og beðið hana að draga sig í hlé. Guðrún Helga neitaði. Hún er bæjarfulltrúi flokksins í heimabæ Sivjar en gömul og náin vinkona Jónínu. Samband Guðrúnar og Jónínu er talin helsta ástæða þess að Siv vildi ekki að hún yrði formaður.
Þegar að kosningum kom sauð upp úr. Formanni kjörnefndar Guðmundi Einarssyni, frá Seltjarnarnesi, framkvæmdastjóra Heilsugæslunnar í Reykjavík, láðist að geta þess að Guðrún Helga hefði boðið sig fram sem þó var á allra vitorði. Stuðningsmenn Hildar byrjuðu að klappa, rétt eins og sjálfkjörið væri. Kurr varð í salnum. Þegar hitinn var mestur féllu þau orð að þar hefði Guðmundur gengið of langt í að reka erindi heilbrigðisráðherrans. Guðrún Helga þurfti því að kveða sér hljóðs og lýsa yfir framboði. Svo var kosið. Hildur Helga vann með fjögurra atkvæða mun. Enn jók það tortryggnina milli fylkinga að ekki var kannað hverjir hefðu kosningarétt heldur lét Guðmundur nægja að biðja þá að víkja úr salnum sem ekki mættu kjósa. Kærur eru ekki taldar útilokaðar.
Tenglar
Bloggarar
- Björn Ingi
- Freedom Fries
- Denni
- Andrés J
- Jakob
- Helga Sigrún
- Axel
- Arna
- Tómas
- Friðjón
- Davíð Logi
- Eygló Harðar
- Guðmundur
- Sigmar
- Eiríkur Bergmann
- Ómar
- Hallur
- Stefán Fr.
- Ragnar B
- Aðalheiður
- Magnús
- Valdimar
- Bjarni Harðar
- Gísli Freyr
Fleiri bloggarar
- Sveinn Hjörtur
- Bæjarstjórinn
- Egill
- Óli Björn
- Össur
- Helga Vala
- Helgi
- Andrés M
- Sæunn
- Jón Axel
- Fanný
- Snorri
- Stefán Pálsson
- Valgerður
- Hrannar B
- Baddi
Og fleiri
Enn fleiri bloggarar
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.1.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 536823
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning