13.10.2006 | 20:55
Ha, ráðherra?
Fréttablaðið í dag ræðir við Þorstein Pálsson, ritstjóra sinn í frétt á bls. 2. Í fréttinni er Þorsteinn í hlutverki fyrrverandi dómsmálaráðherra í ríkisstjórn Davíðs Oddssonar, á þeim tíma þegar Jón Baldvin segir að sími sinn hafi verið hleraður. Þorsteinn talar um alvarleika þess að Jón Baldvin hafi ekki látið samráðherra sína vita.
Einhverra vegna nýtir blaðið ekki tækifærið til þess að spyrja Þorstein um almenna vitneskju hans um starfsemi leyniþjónustunnar og símhleranir. Nú þekki ég blaðamanninn sem skrifar fréttina og er hann einhver ágætasti ungi blaðamaður sem ég hef starfað með, með fréttanef í lengra lagi og fagmaður fram í fingurgóma. Ég ætla að gefa mér að það sé ekki áhugaleysi hans sem veldur því að svarið við þessari spurningu er ekki að finna í blaðinu. Raunar minnst ég þess ekki að nokkur fyrri ráðherra hafi verið spurður út í þetta í Fréttablaðinu, það hef ég þó ekki kannað í þaula.
Ég minnist þess hins vegar að Morgunblaðið spurði Óla Þ. Guðbjartsson og Jón Sigurðsson fyrrverandi ráðherra út í þetta á miðvikudaginn en náði þá hvorki í Þorstein né Halldór Ásgrímsson. Vonandi heldur Mogginn amk áfram að reyna að ná í þá og einnig væri fróðlegt að heyra hvað Friðjón Þórðarson hefur að segja en hann var dómsmálaráðherra í ríkisstjórn Gunnars Thoroddsen. Í vikunni greindi einmitt Morgunblaðið frá því að Friðjón hefði flutt mál fyrir Hæstarétti í sumar þótt hann sé orðinn 83 ára að aldri.
Tenglar
Bloggarar
- Björn Ingi
- Freedom Fries
- Denni
- Andrés J
- Jakob
- Helga Sigrún
- Axel
- Arna
- Tómas
- Friðjón
- Davíð Logi
- Eygló Harðar
- Guðmundur
- Sigmar
- Eiríkur Bergmann
- Ómar
- Hallur
- Stefán Fr.
- Ragnar B
- Aðalheiður
- Magnús
- Valdimar
- Bjarni Harðar
- Gísli Freyr
Fleiri bloggarar
- Sveinn Hjörtur
- Bæjarstjórinn
- Egill
- Óli Björn
- Össur
- Helga Vala
- Helgi
- Andrés M
- Sæunn
- Jón Axel
- Fanný
- Snorri
- Stefán Pálsson
- Valgerður
- Hrannar B
- Baddi
Og fleiri
Enn fleiri bloggarar
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.1.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 536823
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning