hux

Hvaða paranoju erum við að tala um?

Meinið er að þetta blessaða hleranamál er ekki á neinu stigi nema köttur-í-kringum-heitan- graut-stiginu. Enginn þeirra manna, sem enn eru á dögum og gegnt hafa embætti dómsmálaráðherra, kannast enn við að hafa verið kunnugt um starfsemi einhvers konar leyniþjónustu sem vísbendingar eru um að hér hafi verið starfrækt áratugum saman og jafnvel fram á þennan dag án lagaheimildar í skjóli opinberra stofnana og á kostnað almennings. Ef sú starfsemi var ekki á ábyrgð dómsmálaráðherranna, á ábyrgð hverra var hún þá? Kannski þarf líka að spyrja samgönguráðherrana en amk Steingrímur J. kannast ekki við þetta úr sinni ráðherratíð.

Grunsemdirnar beinast að því að undir því yfirskyni að verið væri að vernda stjórnarskrá og lög íslensks réttarríkis sem vildi byggjast á mannréttindum og vestrænum gildum hafi verið brotið gegn grundvelli íslenska réttarríkisins. Á ábyrgð hverra og á kostnað hverra? Af hverju?

Kannski af ótta við að aðrir væru að vinna gegn þessu sama. Hvað það varðar liggur fyrir að 18 ára drengur vildi kaupa sér byssu árið 1924, Gúttóslagurinn var 1932 og jarðskjálftafræðingur kom fyrir tímasprengju einhvers konar við bragga í Hvalfirði um 1960. Og Kleifarvatnsmálið, auðvitað og inngangan í NATÓ. Sjá menn samræmi í því og þeirri löglausu paranoju sem allt þetta virðist farið að snúast um? Miðað við sumt af því sem ég les og heyri mætti ætla að eina vandamálið sé paranojan í hausnum á Jóni Baldvin.

Þessu máli þarf að veita í gagnsæjan farveg.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tveimur og tuttugu?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband