12.10.2006 | 09:49
Saga húss
Lögreglustöðin við Hverfisgötu var að ég held tekin í notkun árið 1972, þegar hér sat vinstri stjórn Ólafs Jóhannessonar. Ákvörðun um að byggja hana var tekin á tímum viðreisnarstjórnarinnar, líklega í framhaldi af því að almenn lögregla fluttist frá sveitarfélagi til ríkis.
Einhverra hluta vegna var tekin sú ákvörðun á þessum tíma að í sama húsi og Reykjavíkurlögreglan skyldi utanríkisráðuneytið vera. Ennfremur var tekin sú ákvörðun að í lögreglustöðinni skyldi vera símstöð, með öllum tækjabúnaði til þess að hlera símtöl. Þessi símstöð var staðsett þannig í húsinu að hún var í sömu álmu og ráðherraskrifstofan og líklega beint undir henni. Tilvera símstöðvarinnar var verst varðveitta leyndarmálið á lögreglustöðinni í Reykjavík þegar ég vann þar fyrir rúmum 20 árum. Engum datt þó að ég held í hug að hún væri þarna til þess að hlera utanríkisráðherrann, menn héldu að hún væri til þess að auðvelda fíkniefnalögreglunni störfin, en vitað var að útlendingaeftirlitið notaði hana líka og litið var svo á að hún væri í umsjón þess.
Það að símstöðin er/var þarna var staðfest á forsíðu Fréttablaðsins í vor af aðstoðarlögreglustjóranum í Reykjavík. Hún er sjálfsagt ekki lengur í notkun og utanríkisráðuneytið er komið í annað hús en kannski liggja enn í húsinu ummerki eftir gömul rör og gamlar lagnir. Það ætti því að vera einfalt mál kanna hvort húsið var þannig hannað bókstaflega að hægt væri að fylgjast með símtölum utanríkisráðherra af neðri hæðunum. Það er ömurleg staðreynd að sú spurning á fyllsta rétt á sér í dag.
Tenglar
Bloggarar
- Björn Ingi
- Freedom Fries
- Denni
- Andrés J
- Jakob
- Helga Sigrún
- Axel
- Arna
- Tómas
- Friðjón
- Davíð Logi
- Eygló Harðar
- Guðmundur
- Sigmar
- Eiríkur Bergmann
- Ómar
- Hallur
- Stefán Fr.
- Ragnar B
- Aðalheiður
- Magnús
- Valdimar
- Bjarni Harðar
- Gísli Freyr
Fleiri bloggarar
- Sveinn Hjörtur
- Bæjarstjórinn
- Egill
- Óli Björn
- Össur
- Helga Vala
- Helgi
- Andrés M
- Sæunn
- Jón Axel
- Fanný
- Snorri
- Stefán Pálsson
- Valgerður
- Hrannar B
- Baddi
Og fleiri
Enn fleiri bloggarar
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.1.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 536823
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning