hux

Skjallbandalagið klofið

Skjallbandalagið hefur klofnað í herðar niður. Ástæðan er ágreiningur um hvernig spinna eigi fréttir af áhuga Eggerts Magnússonar á því að kaupa West Ham United. Ég er á móti en þessi og hinn eru með, virðast alveg óðir og uppvægir yfir því að íslenska þjóðin sé í þann veginn að eignast sinn eigin Róman Abramovitsj.

Ljósi punkturinn við þetta West Ham mál er náttúrlega sá að gangi þetta upp þarf nýja forystu í KSÍ.

Í þessum rituðum orðum stend ég fyrir mótmælasetu í sófanum mínum til þess að mótmæla því að KSÍ er búið að stækka stúkuna í Laugardal á kostnað reykvískra skattgreiðenda en fækka um leið landsleikjamiðum á almennum markaði og breyta þeim í junket-varning fyrir viðskiptavini fjármálamarkaðarins. Fjölmiðlamönnum er svo boðið í hundraðatali til þess að tryggja þögn um þetta ótrúlega samsæri gegn íslenskum almenningi. Þetta er einmanaleg barátta og sonur minn er alls ekki sáttur við hana en ég ætla að halda mínu striki og horfa á alla landsleiki í sjónvarpinu þangað til skipt hefur verið um forystu í KSÍ. Helst vil ég að bindislausir menn komist þar til valda.

Ég er hins vegar viss um að þessir tveir eru í stúkunni núna, líklega með boðsmiða.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fimm og níu?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband