hux

Vestur skinka

Eggert Magnússon að fara að kaupa West Ham? Fyrir hvaða peninga? Peningana sem hann á í Straumi? Á hann peninga í Straumi, hann er þar fulltrúi "smærri hluthafa" en situr hann ekki bara þarna sem leppur fyrir helsta styrktaraðila KSÍ? Bresku blöðin verða örugglega ekki lengi að kveikja á nánu samstarfi Eggerts við sjálfan BTB.

En auðvitað á hann fleiri vini, þannig að það er óvíst að þetta hafi nokkuð með BTB að gera. Í húsi FIFA eru margar vistarverur, sá Panorama-þátt frá BBC í sumar þar sem fjallað var um Sepp Blatter og vini hans í CONCAF, sem er UEFA þeirra í Suður-Ameríku. Kæri Páll, værirðu ekki til í að sýna okkur þann þátt á RÚV og má ég í leiðinni biðja þig um að taka síðustu seríuna af West Wing til sýninga sem allra fyrst.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sjö og átta?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband