hux

Skjallbandalagið og andhverfa þess

Sammála. Merkilegast finnst mér samt í þessu að ef ég skil yfirlýsinguna sem Helgi sendi fréttastofu sjónvarpsins rétt mun hann sjálfur ekki eiga krónu í félaginu og tekur þátt í þessu sem stjórnarmaður í eignarhaldsfélagi sem heitir því voðalega nafni Samvinnutryggingar. Það er spurning hvort prófessorinn, sem rætt var við í fréttinni, hafi vitað það þegar hann svaraði spurningunni. Mér sýnist þetta sambærilegt við að formaður bankastjórnar Seðlabankans væri í stjórn einhvers lífeyrissjóðs, sem væri að kaupa hlut í einhverju félagi á markaði.

Merkilegt hvernig allt fer á hvolf ef eitthverjir sem tengast framsókn hreyfa sig í viðskiptalífinu. Egill Helgason, sem er allra manna skapbestur, umhverfist ef hann heyrir á Finn Ingólfsson minnst. Ég er klár á því að Finnur fór alveg yfir strikið í ummælum um Egil í Kastljósinu í fyrra en come on, þetta er ekkert minna en hallærislegt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fimm og þrettán?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband