hux

Legið á hleri

Leiðari Moggans í dag fjallar um hleranirnar. Minnir á að þetta sé ekki bara saga af því "að stjórnvöld hafi fengið dómsúrskurð til að fá að hlera síma hjá þessum eða hinum", og ekki bara saga af því hvaða menn stunduðu slíka starfsemi til að gæta öryggis ríkisins eða hvaða aðferðum þeir beittu. Hún verði líka saga af því hvernig óvinveitt, erlend ríki stunduðu njósnir hér á landi og leituðust við að ná hér ítökum og áhrifum og hvernig innlendir menn, stjórnmálaflokkar og samtök tengdust þessum ríkjum. Já, já.

Maður má nú gefa sér að fyrst þessi starfsemi var öll svona lögleg og í þágu öryggis ríkisins hefðu kommarnir verið ákærðir og dregnir fyrir dóm ef eitthvað annað og meira hefði komið upp um þeirra ólöglegu njósnir í þágu Sovétsins. Eða var það ekki lögmæta markmiðið með þessu löglega eftirliti á kostnað ríkisins að afla gagna til þess að vera grundvöllur refsimáls gegn landráðamönnum og koma í veg fyrir að áform þeirra næðu fram að ganga?

Það sem er forvitnilegast að vita núna er auðvitað hvert umfang þessarar starfsemi var og þá ekki síst hvers eðlis var samstarf þeirra opinberu starfsmanna og annarra sem njósnum ríkisins tengdust við stjórnvöld Bandaríkjanna og annarra vestrænna ríkja. Það er óumdeilt að þeir aðilar miðluðu persónuupplýsingum um Íslendinga til erlendra ríkja, t.d. fékk stór hluti Íslendinga ekki að ferðast til Bandaríkjanna áratugum saman vegna upplýsinga sem íslenskir menn miðluðu til bandarískra stjórnvalda. Það hefur lengi verið látið að því liggja að sá tími muni koma að fjallað verði um þennan þátt málsins á síðum Moggans. Er ekki að því komið?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fjórum og einum?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband