hux

Gæðunum er misskipt

Björn Ingi segir það ekki hreint út en hann er að vísa í það að hann sat í 2. sæti á lista framsóknar í Reykjavík suður í kosningunum 2003. Hann er varaþingmaður Jónínu Bjartmarz en hefur aldrei tekið sæti á þingi því Jónína er svo dugleg við að mæta. Ég held að Björn sé örugglega eini 1. varaþingmaðurinn sem aldrei hefur verið kallaður inn, þannig að dugnaður Jónínu við mætingar á sér bókstaflega engan sinn líka í þingmannahópnum.

Hjá þeim sem voru í framboði fyrir framsókn norðan við Miklubrautina er staðan önnur, tveir efstu menn á þeim lista eru hættir í pólitík og nú standa yfir æfingar til þess að komast undan því að kalla inn á þing manninn sem var í 6. sæti framboðslistans af því að hann er búinn að segja sig úr flokknum.

Björn Ingi vinur minn væri orðinn alþingismaður ef hann hefði skipað 3. sætið í Reykjavík norður eins upphaflega stóð til og verið næsti maður á lista á eftir Halldóri og Árna Magnússyni. Þá átti Guðjón Ólafur að vera í 2. sæti í Reykjavík suður. En það var andstaða í suðrinu við Guðjón Ólaf og því varð lendingin sú að þeir félagar höfðu stólaskipti.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tveimur og nítján?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband