5.10.2006 | 18:37
Gæðunum er misskipt
Björn Ingi segir það ekki hreint út en hann er að vísa í það að hann sat í 2. sæti á lista framsóknar í Reykjavík suður í kosningunum 2003. Hann er varaþingmaður Jónínu Bjartmarz en hefur aldrei tekið sæti á þingi því Jónína er svo dugleg við að mæta. Ég held að Björn sé örugglega eini 1. varaþingmaðurinn sem aldrei hefur verið kallaður inn, þannig að dugnaður Jónínu við mætingar á sér bókstaflega engan sinn líka í þingmannahópnum.
Hjá þeim sem voru í framboði fyrir framsókn norðan við Miklubrautina er staðan önnur, tveir efstu menn á þeim lista eru hættir í pólitík og nú standa yfir æfingar til þess að komast undan því að kalla inn á þing manninn sem var í 6. sæti framboðslistans af því að hann er búinn að segja sig úr flokknum.
Björn Ingi vinur minn væri orðinn alþingismaður ef hann hefði skipað 3. sætið í Reykjavík norður eins upphaflega stóð til og verið næsti maður á lista á eftir Halldóri og Árna Magnússyni. Þá átti Guðjón Ólafur að vera í 2. sæti í Reykjavík suður. En það var andstaða í suðrinu við Guðjón Ólaf og því varð lendingin sú að þeir félagar höfðu stólaskipti.
Tenglar
Bloggarar
- Björn Ingi
- Freedom Fries
- Denni
- Andrés J
- Jakob
- Helga Sigrún
- Axel
- Arna
- Tómas
- Friðjón
- Davíð Logi
- Eygló Harðar
- Guðmundur
- Sigmar
- Eiríkur Bergmann
- Ómar
- Hallur
- Stefán Fr.
- Ragnar B
- Aðalheiður
- Magnús
- Valdimar
- Bjarni Harðar
- Gísli Freyr
Fleiri bloggarar
- Sveinn Hjörtur
- Bæjarstjórinn
- Egill
- Óli Björn
- Össur
- Helga Vala
- Helgi
- Andrés M
- Sæunn
- Jón Axel
- Fanný
- Snorri
- Stefán Pálsson
- Valgerður
- Hrannar B
- Baddi
Og fleiri
Enn fleiri bloggarar
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.1.): 2
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 27
- Frá upphafi: 536825
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning