hux

Róbert fer fram í Suðurkjördæmi

Skúbb hjá Denna. En ekki óvænt. Róbert býður sig fram í 1.-2. sæti hjá Samfylkingunni í Suðurkjördæmi.

Þar með munu fjórir berjast um forystuna, Björgvin G. Sigurðsson, Lúðvík Bergvinsson, og Jón Gunnarsson, auk Róberts. Sigríður Jóhannesdóttir, margreynd þingkona af Suðurnesjum, sem gefur kost á sér á ný, treystir sér hins vegar ekki ofar en í 2. sætið.

Líklega mun framboð Róberts koma sér verst fyrir Lúðvík Bergvinsson. Báðir sækja mestan styrk á heimaslóðirnar í Eyjum. Eyjamenn eru þekktir fyrir að bakka sína menn upp í pólitísku bjargsigi hvaða flokki sem þeir tilheyra. En það má bara kjósa einn mann í 1. sæti í hverju prófkjöri. Eyjamenn sem kjósa í prófkjöri Samfylkingarinnar þurfa nú að dreifa atkvæðum sínum á Eyjapeyjana tvo.

Það er því aldrei að vita nema sá sem fagnar framboði Róberts mest verði Björgvin G. Sigurðsson, sem hefur verið einn af öflugustu ungu þingmönnunnum á þessu kjörtímabili og á traust bakland í Árnessýslu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af einum og nítján?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband