hux

Bjarni þreifar á framsóknarmönnum

Bjarni Harðarson, blaðamaður, ritstjóri Sunnlenska Fréttablaðsins, er að íhuga að bjóða sig fram í 2. sæti á framboðslista Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi.

Bjarni hefur undanfarna daga talað við fjölmarga framsóknarmenn og kannað undirtektir við framboð sitt. Ákvörðun um aðferð við uppstillingu liggur ekki fyrir en verður tekin í nóvemberbyrjun.

Þingmenn Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi eru Guðni Ágústsson, landbúnaðarráðherra, sem skipaði 1. sæti listans síðast og Hjálmar Árnason, formaður þingflokksins, sem skipaði 2. sætið. Í 3. sæti var síðast Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóri á Flúðum. Talið er að allir hyggist þeir leita eftir endurkjöri.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af einum og sextán?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband