2.10.2006 | 21:39
Hvar er fjarstýringin?
Umræður um stefnuræðu forsætisráðherra annað kvöld í beinni útsendingu á RÚV. Þetta er algjör tímaskekkja, það ætti að láta dagskrá RÚV óhreyfða og vísa okkur þessum 2% sem horfum á þetta á beinar útsendingar frá sjónvarpsstöð Alþingis á Digital Ísland eða Skjánum. Það er ekki lengur hægt að treysta á að nokkur sé að horfa á þetta, fjarstýringin flytur fólk á ljóshraða yfir á Stöð 2, Sýn, Skjá einn eða Sirkus. Þar er örugglega betra sjónvarpsefni í boði. Það er oft ágætt sjónvarpsefni að hafa á Alþingi, en sjaldnast í þessum umræðum. Það eru líka oft ágætar pólitískar umræður á Alþingi en sjaldnast í umræðum um stefnuræðu.
Utandagskrárumræður, umræður um störf þingsins, athugasemdir um fundastjórn forseta og óundirbúnar fyrirspurnir eru beinlínis eru á dagskrá þingsins til þess að sjá sjónvarpsfréttunum fyrir líflegu myndefni úr þingsalnum. Sumir þingmenn hafa náð mikilli leikni í því að spila á það form, til dæmis Össur, Steingrímur J og Helgi Hjörvar sem tala blaðlaust og af innlifun á þeim tveimur mínútum sem þeim er þá úthlutað og passa að "punchline-ið" komi akkúrat þegar forseti rís virðulega á fætur og lætur glymja í bjöllunni.
(Bloggerinn er að stríða mér og er búinn að setja kvóta á lengd færslna, því verður framhald hér að neðan í næstu færslu.)
Tenglar
Bloggarar
- Björn Ingi
- Freedom Fries
- Denni
- Andrés J
- Jakob
- Helga Sigrún
- Axel
- Arna
- Tómas
- Friðjón
- Davíð Logi
- Eygló Harðar
- Guðmundur
- Sigmar
- Eiríkur Bergmann
- Ómar
- Hallur
- Stefán Fr.
- Ragnar B
- Aðalheiður
- Magnús
- Valdimar
- Bjarni Harðar
- Gísli Freyr
Fleiri bloggarar
- Sveinn Hjörtur
- Bæjarstjórinn
- Egill
- Óli Björn
- Össur
- Helga Vala
- Helgi
- Andrés M
- Sæunn
- Jón Axel
- Fanný
- Snorri
- Stefán Pálsson
- Valgerður
- Hrannar B
- Baddi
Og fleiri
Enn fleiri bloggarar
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.1.): 2
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 27
- Frá upphafi: 536825
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning