hux

Þetta snerist um Kárahnjúka

Það voru Vinstri grænir sem tryggðu sjálfstæðismenninum Halldóri Halldórssyni, bæjarstjóra á Ísafirði, formennskuna í Sambandi íslenskra sveitarfélaga í dag. Kosningin var mjög spennandi og aðeins munaði fjórum atkvæðum.

Niðurstaðan hlýtur að vera fagnaðarefni fyrir áhugamenn um ríkisstjórnarsamstarf VG og Sjálfstæðisflokksins. VG var sigurvegari sveitarstjórnarkosninganna í vor. Flokkurinn er nú fyrst orðið raunverulegt afl á sveitarstjórnarstiginu og lét finna fyrir því afli við fyrsta tækifæri sem gafst og það var á landsþingi Sambands íslenskra sveitarfélaga á Akureyri.

Framganga Smára Geirssonar, sem oddvita þeirra Austfirðinga sem börðust harðast fyrir álveri í Reyðarfirði og Kárahnjúkavirkjun, gerði að verkum að sveitarstjórnarmenn VG litu á hann sem höfuðandstæðing og máttu ekki til þess hugsa að honum yrði falið að leiða samtök sveitarstjórnarmanna. VG reyndi fyrst að skapa samstöðu um Árna Þór Sigurðsson sem valkost við Smára en þegar það gekk ekki eftir fylktu þeir liði um sjálfstæðismanninn Halldór Halldórsson.

Samfylkingarmönnum féll niðurstaðan þungt. Kom til hvassra orðaskipta Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur og Svandísar Svavarsdóttur strax og niðurstaða úr kosningunni lá fyrir. Sveitarstjórnarmenn Samfylkingarinnar stóðu langflestir með Smára, sem og framsóknarmenn. Flokkslínur héldu þó líklega hvergi alveg, nema innan raða VG.
Einnig naut Halldór víðtæks stuðnings vestfirskra sveitarstjórnarmanna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sex og fimmtán?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband