hux

Uppsagnarbréf með einkaflugvél

Í dag er Ólafur Örn Haraldsson aðstoðarforstjóri Ratsjárstofnunar á ferð og flugi á einkaflugvél um landið.

Hann flýgur á milli ratsjárstöðvanna í grennd við Bolungarvík, Þórshöfn og Höfn. Erindið er að segja upp öllum starfsmönnum ratsjárstöðvanna. Uppsagnirnar koma fólkinu á óvart. Það vissi að störfin yrðu lögð niður en átti ekki von á uppsögnum fyrr en næsta sumar. Fyrir því taldi það að ráðherrar í ríkisstjórninni hefðu gefið vilyrði.

Uppsagnirnar eru þungt högg fyrir byggðarlögin, einkum Bolungarvík og Þórshöfn. Störfin eru afar sérhæfð og vel launuð og langt í frá að fólkið geti gengið að sambærilegum störfum í heimabyggð. Verst þykir fólki að sá aðlögunartíminn sem það hafði vonast eftir verður mun skemmri en lofað hafði verið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tíu og nítján?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband