hux

Einu deilumálinu færra?

Það verður athyglisvert að heyra Sigurð Kára og Pétur Blöndal tjá sig um Íbúðalánasjóðsstýrihópslokaniðurstöðuna. Hún féll alveg í skuggann af varnarsamningalokaniðurstöðunni í gær. En mér sýnist ríkisstjórnin búin að ýta einu eldfimu deilumáli út af borðinu fyrir kosningaveturinn.

Samráð banka og verðbréfafyrirtækja er óánægt með niðurstöðuna... Það hafa orðið miklar breytingar á pólitísku andrúmslofti í húsnæðismálum undanfarna mánuði. Fyrir ári eða svo var hægt að sjá fyrir sér að erfitt yrði að tryggja framtíð Íbúðalánasjóðs. En með framgöngu bankanna á markaðnum undanfarna mánuði er almenningur einfaldlega hættur að treysta þeim fyrir þessu. Sjálfstæðisflokkurinn skynjar það eins og aðrir. Ég gluggaði í lokaálitið og sé ekki betur en þetta sé það sem Árni Magnússon vildi ná fram og stóð í stappi út af áður en hann fór að vinna í bankanum. Það er líka athyglisvert að lesa þarna um að það virðist ekki hafa verið eining um málið innan Samráðs banka og verðbréfafyrirtækja.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af einum og tíu?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband