hux

Stilltir strengir

Rétt eftir að stjórnarandstöðuflokkarnir tilkynntu þann ásetning sinn að stilla saman strengina og bjóða upp á valkost við ríkisstjórnarflokkana leggur Samfylkingin fram tillögur um lækkun matarverðs sem allir andmæla, ekki síst Vinstri grænir og Frjálslyndir.

Það sem mig langar að vita frá Samfylkingunni er þetta: 1. Mun flokkurinn láta myndun nýrrar ríkisstjórnar stjórnarandstöðuflokkanna stranda á tillögum sínum um matarverð og því aðeins fara í ríkisstjórn á næsta kjörtímabili að hann nái þessum tillögum sínum fram í stjórnarmyndunarviðræðum? 2. Hvaða líkur eru á því að 1. verði að veruleika í ljósi þeirra viðbragða sem fram eru komin?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af níu og níu?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband