23.9.2006 | 10:16
Annar er stjórnmálamaður - hinn er hagfræðingur
Með framboði Gylfa Arnbjörnssonar í 3.-4. sæti Samfylkingarinnar í Reykjavík er stiginn fram einn nánasti ráðgjafi Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, formanns Samfylkingarinnar, en jafnframt einn harðasti andstæðingur Össurar Skarphéðinssonar innan Samfylkingarinnar.
Gylfi lýsir yfir áhuga á 3.-4. sætinu, án vafa í samráði við Ingibjörgu Sólrúnu. Andstaða Gylfa Arnbjörnssonar hefur orðið Össuri pólitískt dýrkeypt. Það var hann sem leiddi uppreisnina gegn Össuri innan flokksins vegna eftirlaunafrumvarpsins á haustþinginu 2003. Í þeim átökum missti forysta Samfylkingarinnar trúnað verkalýðshreyfingarinnar, sem um leið ákvað endanlega að fylkja sér að baki Ingibjörgu Sólrúnu sem formanni. Og líkt og hjá Verkamannaflokknum í Bretlandi stjórnar enginn Samfylkingunni í blóra við vilja verkalýðshreyfingarinnar.
Spurningin er hvort sú bíræfni Gylfa að tefla með þessum hætti gegn Össuri og fleiri landsþekktum stjórnmálamönnum Samfylkingarinnar muni ekki koma honum í koll þegar talið verður upp úr kjörkössunum.
Tenglar
Bloggarar
- Björn Ingi
- Freedom Fries
- Denni
- Andrés J
- Jakob
- Helga Sigrún
- Axel
- Arna
- Tómas
- Friðjón
- Davíð Logi
- Eygló Harðar
- Guðmundur
- Sigmar
- Eiríkur Bergmann
- Ómar
- Hallur
- Stefán Fr.
- Ragnar B
- Aðalheiður
- Magnús
- Valdimar
- Bjarni Harðar
- Gísli Freyr
Fleiri bloggarar
- Sveinn Hjörtur
- Bæjarstjórinn
- Egill
- Óli Björn
- Össur
- Helga Vala
- Helgi
- Andrés M
- Sæunn
- Jón Axel
- Fanný
- Snorri
- Stefán Pálsson
- Valgerður
- Hrannar B
- Baddi
Og fleiri
Enn fleiri bloggarar
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.1.): 2
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 27
- Frá upphafi: 536825
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning