hux

Annar er stjórnmálamaður - hinn er hagfræðingur

Með framboði Gylfa Arnbjörnssonar í 3.-4. sæti Samfylkingarinnar í Reykjavík er stiginn fram einn nánasti ráðgjafi Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, formanns Samfylkingarinnar, en jafnframt einn harðasti andstæðingur Össurar Skarphéðinssonar innan Samfylkingarinnar.

Gylfi lýsir yfir áhuga á 3.-4. sætinu, án vafa í samráði við Ingibjörgu Sólrúnu. Andstaða Gylfa Arnbjörnssonar hefur orðið Össuri pólitískt dýrkeypt. Það var hann sem leiddi uppreisnina gegn Össuri innan flokksins vegna eftirlaunafrumvarpsins á haustþinginu 2003. Í þeim átökum missti forysta Samfylkingarinnar trúnað verkalýðshreyfingarinnar, sem um leið ákvað endanlega að fylkja sér að baki Ingibjörgu Sólrúnu sem formanni. Og líkt og hjá Verkamannaflokknum í Bretlandi stjórnar enginn Samfylkingunni í blóra við vilja verkalýðshreyfingarinnar.

Spurningin er hvort sú bíræfni Gylfa að tefla með þessum hætti gegn Össuri og fleiri landsþekktum stjórnmálamönnum Samfylkingarinnar muni ekki koma honum í koll þegar talið verður upp úr kjörkössunum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sex og átján?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband