hux

Þættinum hefur borist bréf...

Það er svohljóðandi:

Heill og sæll, Pétur.

Dylgjur þær sem þú hefur eftir Magnúsi Kristinssyni um viðskipti Björgólfs Thors á bloggvef þínum með hlutabréf í Kaldbaki í aðdragandi sameiningar Burðaráss og Kaldbaks (NB. Viðskipti sem MK átti enga aðkomu að og veit ekkert meira um en þú) eru úr lausu lofti gripnar eins og flestir vita sem fylgjast bærilega með í íslensku viðskiptalíf. Mikið var um þessi viðskipti fjallað á sínum tíma, einkum í Morgunblaðinu. Aðrir miðlar tóku málið einnig upp. Hér að neðan sendi ég þér grein Soffiu Haraldsdóttur á Morgunblaðinu um þetta mál en þar ræður hún við málsaðila en enginn þeirr hefur nokkru sinni borið brigður á viðskiptin. Þetta er blaðamennska af ágætustu sort frá þínum uppeldisstöðvum. Þegar þú hefur lesið grein Soffíu og kynnt þér málsatvik þá skaltu láta reyna á eigin dómgreind um hvort þetta sé sambærilegt við þau gögn sem eru opinber um viðskiptin með Vöruveltuna.

Varðandi hugleiðingar MK um viðskipti BTB erlendis þá er það rétt að þau eru um margt ólík því sem kvótakóngur úr Vestmannaeyjum stundar. Mér er ekki kunnugt um viðskiptasigra MK á erlendri grundu þannig að eg veit ekki hvort það viðskiptavit sem felst í því að erfa kvóta hafi staðist próf hins alþjóðlega viðskiptalífs.

En hér kemur grein Soffíu, - sem þú getur að sjálfsögðu fundið sjálfur í ágætum gagnagrunni Morgunblaðsins – sem því miður er alltof lítið notaður.

Kær kveðja,
Ásgeir Friðgeirsson
Ég birti ekki grein Soffíu enda væntanlega varin höfundarrétti en slóðin á hana í gagnasafni Mbl er hér fyrir áhugasama.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fjórum og ellefu?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband