hux

Árni Páll fer fram í Kraganum

Árni Páll Árnason lögmaður er í þann veginn að tilkynna um framboð sitt í prófkjöri Samfylkingarinnar í Kraganum, að því er mínar heimildir herma. Ég veit ekki á hvaða sæti hann stefnir en tel borðleggjandi að hann ætli sér að vera í forystusveitinni.

Ég held að Árni Páll sé tvímælalaust sterkur frambjóðandi. Hann er einn helsti sérfræðingur landsins í Evrópurétti og var árum saman helsti lögfræðilegi ráðgjafi Halldórs Ásgrímssonar í Evrópumálum, m.a. á þeim tíma þegar Halldór setti fram hugmyndir um samband Íslands og ESB í frægum ræðum í Berlín og á Akureyri. Árni Páll hefur unnið fleiri verkefni fyrir núverandi ríkisstjórn og m.a. rekið mál fyrir hönd ríkisins fyrir ESA og EFTA-dómstólnum. Hann hefur þó alltaf verið Samfylkingarmaður, handgenginn Össuri og Jóni Baldvin.

Miklar sögur hafa verið um væntanlegt framboð Árna Páls undanfarið eða allt frá því að Jón Baldvin hélt þrumuræðu í fertugsafmæli hans fyrir nokkrum mánuðum þar sem hann fór hástemmdum orðum um afmælisbarnið og talaði um hann sem einn af framtíðarleiðtogum Samfylkingarinnar. Væntanlega hefur Jón Baldvin m.a verið að vísa til Árna Páls þegar hann ræddi um nauðsyn þess að endurnýja í þingflokki Samfylkingarinnar til þess að hleypa að fólki sem nyti trausts og væri fært til verka.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tíu og núlli?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband