hux

Eplið, eikin og almúginn

Ég heyri að Guðlaugur Þór verði Birni Bjarnasyni þungur í skauti í prófkjörsbaráttunni. Baráttan um annað sætið verður mæling á því hvernig flokkurinn er stemmdur í garð nánustu samherja Davíðs Oddssonar. Ákvörðun Gulla um að miða á 2. sætið þýðir að hann veðjar á að sú stemmning sé ekki mjög jákvæð.

Skil núna af hverju Gulli ætlar bara að vera stjórnarformaður í Orkuveitunni fyrsta árið á kjörtímabili nýrrar borgarstjórnar. Hann miðar á ráðherrastól næsta vor.

Heyri líka að Jóhanna Vilhjálmsdóttir í Kastljósi (fyrrverandi kærasta Guðlaugs Þórs) sé alvarlega að hugleiða framboð. Hún er dóttir Vilhjálms borgarstjóra.

Áslaug Friðriksdóttir, sem nýlega var kosin í stjórn Hvatar, er líka líkleg til að gefa kost á sér. Hún er dóttir Friðriks Sophussonar.

Svo er verið að vinna í Ingibjörgu Guðmundsdóttur, varaforseta ASÍ. Henni er ætlað að skipa hefðbundið sæti verkalýðsforingja á framboðslista sjálfstæðismanna í Reykjavík. Þar situr nú Guðmundur Hallvarðsson. Framboð Ingibjargar veit ekki á gott fyrir hann. Það er bara gert ráð fyrir einum fulltrúa verkalýðsins í partíinu. Hún lagar líka kynjahlutfallið. Tveir fyrir einn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sjö og sautján?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband