hux

Upplýsingaþjónusta ferðamanna

Össur: "Ég geng nokkrum sinnum dag hvern yfir Austurvöll á leið til og frá þinginu. Það bregst varla að hvern einasta dag spyr mig einhver hvað sé merkilegt við manninn á styttunni."

Merkilegt; ætli þingmenn fái almennt þessar daglegu fyrirspurnir á leið sinni yfir Austurvöll eða er það eitthvað í fari Össurar sem vekur upp hjá fólki hugmyndina um Upplýsingaþjónustu ferðamanna? Kannski er hann bara þannig í fasi að fólkið hópast að honum og vill láta fræða sig. Eftir kynni mín af Össuri er ég alveg opinn fyrir þeim möguleika. Og þó...

Var það ekki Steinn Steinarr sem orti: "Jón Sigurðsson, forseti, standmynd, sem steypt er í eir/hér stöndum við saman, í myrkrinu, báðir tveir"

Hér hefði ég viljað segja: þegar stórt er spurt? en ætla að standast freistinguna og varast eftirlíkingar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sjö og tuttugu?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband