hux

Nýr leiðtogi S í Kraganum

Gunnar Svavarsson stefnir á fyrsta sætið hjá Samfylkingunni í Kraganum og mun keppa um það við Þórunni Sveinbjarnardóttur.

Þórunn er þekkt nafn út á við eftir að hafa verið á þingi í tvö kjörtímabil og er, að því er mér sýnist, í þeim hluta þingflokksins sem hefur hvað mesta vigt. Gunnar er lítið þekktur út á við en mér segir fólk, sem ég veit að þekkir mjög vel, til að Þórunn eigi tæplega séns í hann.

Hann er formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar, forseti bæjarstjórnar í Hafnarfirði og mjög vel látinn fyrir mikil og öflug störf innan flokksins. Það er fullyrt að Gunnar fari létt með að vinna 1. sætið í prófkjöri. Hann sýndi mikinn styrk í sveitarstjórnarkosningunum með því að sækjast eftir 6. sæti í prófkjöri og fá það með massívu atkvæðahlutfalli, síðan fékk Samfylkingin 7 menn í bæjarstjórnina.

Þannig að hann virðist vera einhvers konar Jón Sigurðsson þeirra í Samfylkingunni, stjarna innan flokksins en óþekktur út á við. Mun samt vinna í prófkjöri konu sem er þekkt út á við en hefur ekki sterka stöðu innan flokksins.

Almennt held ég að það verði mest spenna á prófkjörsvertíðinni innan Samfylkingarinnar. Veit ekki hvaða séns þessi Benedikt Sigurðsson frá Grænavatni á í Kristján Möller, skilst að hann sé umdeildur, m.a. vegna starfa sem stjórnarformaður KEA. Hann var sá sem rak Andra Teitsson úr starfi fyrir að fara í fæðingarorlof og var svo felldur á aðalfundi. Held hins vegar að Lára Stefánsdóttir geti orðið Einari Má hættuleg í baráttunni um annað sætið. Norðvestur verður spennandi, menn eru ekki spenntir fyrir að bjóða upp á Jóhann Ársælsson og Önnu Kristínu Gunnarsdóttur í efstu sætin áfram. Árni Páll fer ekki fram þar, er mér sagt en leit að þungaviktarfólki stendur yfir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af átta og tólf?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband