hux

Fram og aftur Reykjanesbrautina

Ármann er áreiðanlega á leið í prófkjör í Kraganum. Það er viðtal við hann í Mogganum í dag þar sem hann segir óráðið hvað hann taki sér fyrir hendur. Ég veðja á að hann vilji verða Kópavogsbúinn á D-listanum og þar með arftaki Gunnars I. Birgissonar.

Aðalverkefni nýja aðstoðarmannsins fyrstu mánuðina verður sennilega að tryggja fjármálaráðherra fyrsta sætið í Suðurkjördæmi. Áður voru Árni Sigfússon og Steinþór Jónsson búnir að gefa sig upp með Árna Matt og nú bætist Böðvar Jónsson í hópinn og sem maður í fullu starfi fram yfir prófkjör. Suðurnesin eru með 40% af kjósendum Suðurkjördæmis þannig að þetta lítur vel út fyrir Árna Mathiesen.

Það hlýtur að vera þreytandi að þurfa að taka Keflavíkurrútuna í vinnuna á hverjum morgni, sérstaklega ef maður er sjálfstæðismaður og lítið gefinn fyrir almenningssamgöngur. Kannski það verði ráðinn sérstakur einkabílstjóri aðstoðarmanns ráðherra. Ég gæti trúað að margir kjósendur Sjálfstæðisflokksins á Suðurlandi hefðu skilning á því að það er engin ástæða til þess að láta drenginn taka rútu þótt honum hafi aðeins orðið á og áfengið hafi brenglað dómgreind hans, eins og Eyþór Arnalds sagði.

Svo er líka til í dæminu að Böðvar fái far með Eysteini Jónssyni, aðstoðarmanni landbúnaðarráðherra, sem býr í Keflavík og vinnur í næsta húsi við fjármálaráðuneytið. Eysteinn er með bílpróf. Eysteinn er í minnihlutanum í bæjarstjórn Reykjanesbæjar en Böðvar er í meirihlutanum. Þeir geta rætt fjármál bæjarins á leið í og úr vinnu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af einum og sex?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband