9.9.2006 | 23:27
Er Elín karlremba?
Ég var að horfa á stórfrétt dagsins í beinni útsendingu þegar klukkan varð sjö. Staðan var 3-3 í framlengdum bikarúrslitaleik kvenna, dómarinn flautaði til leiksloka og framundan var vítakeppni til að skera úr um hvort stelpurnar í Val eða Breiðabliki yrðu bikarmeistarar.
Þá var útsendingin rofin og tilkynnt að nú væri komið að fréttum!
Ég setti mig í stellingar og bjó mig undir að verða fyrir sjokki, minnugur þess að RÚV taldi ekki nauðsynlegt að hætta útsendingu á landsleik Englands og Þýskalands 17. júní árið 2000 þegar Suðurlandsskjálftinn reið yfir. Það hlaut eitthvað rosalegt að hafa gerst.
Elín Hirst birtist á skjánum og ég hélt niðri í mér andanum. En viti menn, þrjár helstu fréttir laugardagsins - að hennar mati - voru þessar: 1. Óhapp í norsku kjarnorkuveri - enginn slasaðist; 2. Sumir krakkar í grunnskólanum eru svo duglegir að læra að þeir eru búnir með námsefnið áður en þeir koma í 10. bekk; 3. Tony Blair vill ekki viðurkenna að hann er pólitískt dauður og hélt ræðu í dag.
Eftir að þessar þrjár fréttir voru farnar í loftið skipti Elín yfir á Laugardalsvöllinn. Fyrir tilviljun voru Valsstúlkur á því augnabliki að tryggja sér sigurinn með síðustu vítaspyrnunni. Blikar höfðu brennt af tveimur spyrnum. Auðvitað hafði þetta allt verið ótrúlega dramatískt og spennandi en ég fékk ekki að sjá það.
Ég vissi ekki hvort ég átti að gráta eða hlæja. Það var hreinlega engin stærri frétt í gangi í íslensku þjóðfélagi í dag en bikarúrslitaleikur kvenna í knattspyrnu.
Konurnar á heimilinu voru ekki lengi að saka Elínu um karlrembu og fullyrtu að þetta hefði aldrei verið gert ef þetta hefði verið bikarúrslitaleikur Vals og Blika í karlaflokki. Dóttir mín manaði litla bróður sinn til þess að hringja í RÚV og kvarta en hann náði ekki sambandi; það voru allar línur uppteknar.
Tenglar
Bloggarar
- Björn Ingi
- Freedom Fries
- Denni
- Andrés J
- Jakob
- Helga Sigrún
- Axel
- Arna
- Tómas
- Friðjón
- Davíð Logi
- Eygló Harðar
- Guðmundur
- Sigmar
- Eiríkur Bergmann
- Ómar
- Hallur
- Stefán Fr.
- Ragnar B
- Aðalheiður
- Magnús
- Valdimar
- Bjarni Harðar
- Gísli Freyr
Fleiri bloggarar
- Sveinn Hjörtur
- Bæjarstjórinn
- Egill
- Óli Björn
- Össur
- Helga Vala
- Helgi
- Andrés M
- Sæunn
- Jón Axel
- Fanný
- Snorri
- Stefán Pálsson
- Valgerður
- Hrannar B
- Baddi
Og fleiri
Enn fleiri bloggarar
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.1.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 536827
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning