8.9.2006 | 13:53
Stakkur sýslumaður
Það er í gangi hörð ritdeila á Vestfjörðum. Nafnlaus dálkahöfundur í Bæjarins besta fór hörðum orðum um ráðningu Gríms Atlasonar í starf bæjarstjóra Bolungarvíkur.
Bæjarstjórinn svaraði af hörku á bloggsíðu sinni og lét þann nafnlausa ekkert eiga inni hjá sér. Í svarinu lætur bæjarstjórinn að því liggja að hann viti hver nafnleysinginn er og að hann búi austur í Flóa.
Lengra gengur hann ekki en ég hef upplýsingar um að sá sem skrifar í BB undir nafninu Stakkur sé enginn annar en Ólafur Helgi Kjartansson sýslumaður á Selfossi, sem áður var sýslumaður þeirra Ísfirðinga og um leið oddviti sjálfstæðismanna í bæjarstjórninni.
Þótt Ólafur Helgi sé fluttur burt er hann með Vestfirðingum í andanum og áhugasamur um mál fjórðungsins. Eins og allir sjálfstæðismenn á Vestfjörðum er hann enn í sárum yfir falli meirihluta sjálfstæðismanna í Bolungarvík, sem var meðal fréttnæmustu atburða sveitarstjórnarkosninganna í vor. Nú eru sjálfstæðismenn einir flokka í minnihluta í þessu fyrrverandi höfuðvígi Vestfjarðaíhaldsins.
Tenglar
Bloggarar
- Björn Ingi
- Freedom Fries
- Denni
- Andrés J
- Jakob
- Helga Sigrún
- Axel
- Arna
- Tómas
- Friðjón
- Davíð Logi
- Eygló Harðar
- Guðmundur
- Sigmar
- Eiríkur Bergmann
- Ómar
- Hallur
- Stefán Fr.
- Ragnar B
- Aðalheiður
- Magnús
- Valdimar
- Bjarni Harðar
- Gísli Freyr
Fleiri bloggarar
- Sveinn Hjörtur
- Bæjarstjórinn
- Egill
- Óli Björn
- Össur
- Helga Vala
- Helgi
- Andrés M
- Sæunn
- Jón Axel
- Fanný
- Snorri
- Stefán Pálsson
- Valgerður
- Hrannar B
- Baddi
Og fleiri
Enn fleiri bloggarar
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.1.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 536827
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning