hux

Stakkur sýslumaður

Það er í gangi hörð ritdeila á Vestfjörðum. Nafnlaus dálkahöfundur í Bæjarins besta fór hörðum orðum um ráðningu Gríms Atlasonar í starf bæjarstjóra Bolungarvíkur.

Bæjarstjórinn svaraði af hörku á bloggsíðu sinni og lét þann nafnlausa ekkert eiga inni hjá sér. Í svarinu lætur bæjarstjórinn að því liggja að hann viti hver nafnleysinginn er og að hann búi austur í Flóa.

Lengra gengur hann ekki en ég hef upplýsingar um að sá sem skrifar í BB undir nafninu Stakkur sé enginn annar en Ólafur Helgi Kjartansson sýslumaður á Selfossi, sem áður var sýslumaður þeirra Ísfirðinga og um leið oddviti sjálfstæðismanna í bæjarstjórninni.

Þótt Ólafur Helgi sé fluttur burt er hann með Vestfirðingum í andanum og áhugasamur um mál fjórðungsins. Eins og allir sjálfstæðismenn á Vestfjörðum er hann enn í sárum yfir falli meirihluta sjálfstæðismanna í Bolungarvík, sem var meðal fréttnæmustu atburða sveitarstjórnarkosninganna í vor. Nú eru sjálfstæðismenn einir flokka í minnihluta í þessu fyrrverandi höfuðvígi Vestfjarðaíhaldsins.


Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af átta og tólf?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband