hux

Fluttur

Eyjan er tekin til starfa, slóðin er eyjan.is.  Kíkið yfir. Á Eyjunni í dag er m.a. fréttir um það hvernig íslensk stjórnvöld hafa ívilnað breskum fiskvinnslustöðvum í baráttunni um óunninn fisk af Íslandsmiðum. Og margt fleira.

Bloggarar Eyjunnar eru þessar: Egill Helgason, sem skrifar Silfur Egils á Netinu fyrir Eyjuna, Þráinn Bertelsson, Össur Skarphéðinsson, Arna Schram, Helga Vala Helgadóttir,  Björn Ingi Hrafnsson, Pétur Tyrfingsson, Pétur Gunnarsson,  Björgvin Valur Guðmundsson, Andrea Ólafsdóttir, Tómas Hafliðason,  Andrés Magnússon, Grímur Atlason,  Magnús Sveinn Helgason (FreedomFries), Hafrún Kristjánsdóttir, Þorbjörg Gunnlaugsdóttir og Andrés Jónsson.

Nánar hér

Áður en ég kveð vil ég þakka fyrir innlitin og ánægjuleg samskipti við aðra bloggarar og lesendur, sérstaklega þá sem hafa notað athugasemdakerfið. Ég vona að þeir haldi uppteknum hætti og heimsæki eyjan.is/hux 

Einnig vil ég þakka starfsmönnum blog.is fyrir samstarfið og samskiptin. Bless og takk fyrir mig.


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgeir Rúnar Helgason

Hvað er það sem veldur því að fólk skipti um bloggvist?

Maður er eitthvað svo utangátta hér í útlandinu. Er það t.a.m. satt að fólk sem vinnur hjá 300 (og hvað þeir eru nú margir) miðlum megi ekki blogga annarstaðar en á Vísi?

Af hverju flykkjast nú bloggarar frá mbl á þetta nýja "eyjan" blogg?

Er einhver pólitísk hreyfing bakvið þetta eða fá vissir greitt fyrir sín blogg gegn því að þeir bloggi vara á einum stað?

Eða er eitthvað allt annað bakvið þetta?

Einn algerlega utangátta og ennþá á mbl!

Ásgeir Rúnar Helgason, 23.6.2007 kl. 10:52

2 Smámynd: Hlynur Hallsson

Bless:)

Hlynur Hallsson, 23.6.2007 kl. 13:12

3 Smámynd: Árni Þór Sigurðsson

Það er spurning sem þú veltir upp Ásgeir með hinn pólitíska lit á "eyjunni".   Mér sýnist í fljóti bragði áberandi bloggarar þar úr þremur stjórnmálaflokkum.  Veit ekki hvort það er meðvitað eða óviljandi.

Árni Þór Sigurðsson, 23.6.2007 kl. 14:04

4 identicon

Þú kemur aftur.

DoctorE (IP-tala skráð) 23.6.2007 kl. 22:26

5 identicon

Sæll Pétur.

Til hamingju með "eyjuna" og gangi ykkur vel þar.

Af hverju þið farið af MBL blogginu spyr Ásgeir?

Ætla það sé ekki fyrst og fremst af tveimur ástæðum.

1. Fjárhagslegar skýringar.

2. En þó aðallega til að mynda öfluga áróðurssíðu um að "auka" áhuga landans á aðild að EU, því mér sýnist flestir fastir skríbentar munu vera eindregnir EU stuðningsmenn. Núverandi ríkisstjórn þykir mörgum líka vera frekar augljóst (auðvelt) skotmark í þá veru.

Spyr og svarar sá sem ekki veit, en sterklega og áberandi finnst svo vera.

Kveðja

Guðm. R. Ingvason

Guðm. r. Ingvason (IP-tala skráð) 25.6.2007 kl. 11:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband