21.6.2007 | 21:53
Bloggari stingur á kýli
Merkileg færsla Elíasar Halldórs Ágústssonar sem var kerfisstjóri í Reiknistofnun Háskólans og komst á snoðir um menn sem notuðu tölvu háskólans til að hlaða niður barnaklámi. Hann fylgdist með aðgerðum þeirra og reyndi að vekja áhuga lögreglu en án árangurs, sem er með ólíkindum því að Elías hafði fylgst svo með mönnunum að málið virðist hafa verið nánast fullrannsakað þegar hann var að reyna að fá lögregluna til að kanna það. Lögreglan hlýtur að verða krafin svara um viðbrögð sín.
Stöð 2 var með frétt um málið í kvöld, byggða á færslu Elíasar. en þar kemur fram að mennirnir tveir séu mikilvirkir hér á Moggablogginu og skoðanir þeirra um femínisma og klám hafi m.a. verið valdar af blogginu til birtingar á prenti í Mogganum.
uppfært 22.6 kl. 14.10: Þetta var í Íslandi í dag en ekki í fréttum Stöðvar 2.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 22.6.2007 kl. 14:11 | Facebook
Tenglar
Bloggarar
- Björn Ingi
- Freedom Fries
- Denni
- Andrés J
- Jakob
- Helga Sigrún
- Axel
- Arna
- Tómas
- Friðjón
- Davíð Logi
- Eygló Harðar
- Guðmundur
- Sigmar
- Eiríkur Bergmann
- Ómar
- Hallur
- Stefán Fr.
- Ragnar B
- Aðalheiður
- Magnús
- Valdimar
- Bjarni Harðar
- Gísli Freyr
Fleiri bloggarar
- Sveinn Hjörtur
- Bæjarstjórinn
- Egill
- Óli Björn
- Össur
- Helga Vala
- Helgi
- Andrés M
- Sæunn
- Jón Axel
- Fanný
- Snorri
- Stefán Pálsson
- Valgerður
- Hrannar B
- Baddi
Og fleiri
Enn fleiri bloggarar
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 24
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hreint ótrúleg hversu handlama lögreglan hefur verið í málinu. Þetta er barnaklámsniðurhal! En hverjir eru heiðursmennirnir?
Jenný Anna Baldursdóttir, 21.6.2007 kl. 21:59
Í fyrsta lagi. Þá er það undarlegt að kerfisstjórinn skuli ekki láta málið ganga strax til lögreglu og grunsemdir hans vöknuðu. Eftir því sem hann segir sjálfur þá var hann með gögn undir höndum
Í öðru lagi þá er ég lítið sáttur við að það sé einhver óbreyttur aðili út í bæ með þau völd að geta fylgst með öllum mínum netferðum.
Að sjálfsögðu geri ég ekki lítið úr meintum glæp! en færsla Elíasar er skelfilega slúðurleg. Ásakanir hér, meintar vísbendingar þar.
Elías hefur greinilega ekki mjög traust gögn undir höndunum. Ella hlyti hann að nafngreina menninna.
Kæri Pétur. Þetta er ekkert annað en slúður og æsifréttamennska. Satt best að segja er ég pínu vonsvikinn með þig að fjalla um þetta mál.
Góðar stundir
Sigurjón Njarðarson (IP-tala skráð) 21.6.2007 kl. 23:45
Sigurjón þú ert bara að gera lítið úr sjálfum þér "vinur"
færsla Elíasar er án efa ein merkilegasta bloggfærsla sem hefur birst á moggabloggi. auðvitað á löggan að svara fyrir sín verk í þessari svívirðu sem öðrum - þær skipta tugum - en hún verður ekki látin gera það.
Þökk sé fólki einsog S.N þá má aldrei ræða neitt eða fá hugmyndir um það sem miður fer og koma með breytingar til batnaðar. Pétur fær hinsvegar hrós fyrir að auglýsa þetta enn frekar.
halkatla, 22.6.2007 kl. 07:00
S.N. hljómar eins og sekur í þessu máli.
Það verða allir sem nota netið að gera sér grein fyrir að það er hægt að hlera allt sem skrifað er þar.
En gott mál að Elías skrifi um málið, löggan getur nú komið með sína hlið á málinu.
Rúnar Birgir Gíslason, 22.6.2007 kl. 08:02
Með fullri virðingu fyrir því sem Elías var að gera, þá átti hann að snúa sér beint til lögreglu, þegar hann uppgötvaði atvikið og í samráði við lögregluna að a) fylgjast frekar með eða b) loka aðgangi mannanna. Um leið og hann fór að fylgjast með án atbeina lögreglu, þá var hann líklegast að eyðileggja sönnunargögn og hugsanlega verða uppvís af lögbroti sjálfur. Það skiptir ekki máli, þó menn séu að brjóta af sér með þessum hætti, það gefur ekki óbreyttum aðila úti í bæ leyfi til að brjóta persónuverndarlög og fjarskiptalög, en bæði þessi lög banna svona hnýsni. En þetta skipti svo sem ekki máli því eins og Elías segir sjálfur, þá varðaði athæfi þeirra ekki við lög. Hannsegir sjálfur:
Þó svo að okkur þyki eitthvað viðurstyggilegt, sbr. barnaklám, þá eru hendur lögreglunnar bundnar af bókstaf laganna. Hafi stjórnmálamennirnir ekki haft vit á því að banna barnaklám, þá getur lögreglan ekkert gert. Það sem þessi aumingja menn voru að gera, var löglegt á Íslandi á þessum tíma. Þetta lýsir bara hvers konar bananalýðveldi Ísland var og hvaða Molbúahugsunarháttur var ríkjandi hér. Það sem hins vegar getur verið, er að þeir hafi verið að brjóta reglur Háskóla Íslands um notkun á neti Háskólans.
Við getum týnt til fjölmörg atriði í íslenskum lögum eða þjóðfélagi sem er andstætt siðferðisvitund meirihluta landsmanna, en er samt löglegt. Við getum líka bent á fjölmargt sem er ólöglegt, en okkur þykir fáránlegt að sé ólöglegt. Sem betur fer er þjóðfélagið að breytast og okkur þykja atvikin í Heyrnleysingjaskólanum og Breiðavík vera viðurstyggileg. En hvernig stendur á því að þeir sem hneykslast á þessum einstaklingum, raula fyrir munni sér lag Megasar Fílahirðirinn í Súrín. Er þetta lag ekki um misnotkun á ungum dreng? Skoðið þið myndina aftan á Loftmynd og lesið textann með laginu og það fer ekkert á milli mála að þarna er verið að yrkja um barnagirnd. Ég neita því ekki að lagið einstaklega gott og textinn var það 1987, en hann er það ekki lengur í mínum huga.
Marinó G. Njálsson, 22.6.2007 kl. 15:37
Nú held ég að menn ættu aðeins að hægja á sér.
Ef skoðuð er breytingasaga 210. gr. hegningarlaga (klámákvæðið) á vef alþingis má sjá að bann við vörslu efnis sem sýndi barnaklám var fært í lög árið 1996 með gildistöku 1. janúar 1997.
Þar fyrir utan virðist sem dreifing á klámi hafi verið bönnuð amk. frá setningu núgildandi hegningarlaga, árið 1940. Sem þýðir að hafi þeir aðilar sem Elías segir frá verið að senda myndefni inn á vefsíður eða spjallborð eða í raun senda frá sér efni með hvaða hætti sem er, þá má ætla að þeir hafi líka brotið gegn 2. mgr. 210. gr. (um barnaklám er fjallað í 4. mgr. 210. gr.).
Það bendir því allt til þess að um hafi verið að ræða vanmat lögreglunnar á því athæfi sem þarna virðist hafa átt sér stað. Sem kemur ekki endilega á óvart, því ég hef áður fengið mjög svipuð viðbrögð og Elías, þegar ég hef haft samband út af öðrum brotum gegn refsilöggjöfinni.
Elfur Logadóttir, 22.6.2007 kl. 17:08
.. og nú skulum við minnast þess að Elfur er löglærð og því sérfræðingur þessarar bloggsíðu í þessu máli, bestu þakkir fyrir þetta Elfur. Eitt af því sem mér finnst best við blogg og fréttir á netinu er einmitt það að geta fengið upplýst álit fólks sem þekkir til mála inn á athugasemdirnar.
Pétur Gunnarsson, 22.6.2007 kl. 17:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.