hux

Áætlun í efnahagsmálum

Þráinn Bertelsson hefur gert athyglisverða áætlun um fyrstu aðgerðir í efnahagsmálum fyrir ríkisstjórnina og greinir frá henni í dagbók sinni í Fréttablaðinu í dag. Hér eru helstu atriði hennar, Þráinn segir: 

Ef ég væri í ríkisstjórn myndi ég skera Seðlabankannn niður um tvo þriðju strax núna um helgina og efla Fjármálaeftirlitið að sama skapi.
Svo mundi ég ræða við þann snilling sem ber ábyrgð á því að hækkun á verði fasteigna skuli hafa verið reiknuð inn í vísitölu sem "húsnæðiskostnaður" því að þar er ekki um "kostnað" að ræða heldur stórkostlega eignaaukningu almennings.
Því næst myndi ég spyrja að því hvers vegna íslenskur almenningur þori hvergi að geyma sparifé sitt nema í steinsteypu?
Er það vegna góðrar reynslu af fjármálastjórn í landinu?
Eða vegna þess að allt sem ekki er naglfast er jafnóðum hirt af mannskapnum? [...]
Gaman væri ef einhver gæti útskýrt fyrir mér hvernig á því stendur að stærsta hagkerfi heimsins í Bandaríkjunum kemst af með einn seðlabankastjóra meðan minnsta myntkerfi veraldar útheimtir þrjú stykki?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Herbert Guðmundsson

Þetta eru skynsamlegar ráðstafanir sem Þráinn leggur til, svo langt sem þær ná. En draga líklega skammt til þess að hrífa þjóðfélagið á hærra plan.

Þráinn misreiknar sig hins vegar varðandi öryggi steinsteypunnar. Bankarnir hafa lag á því að lána gagnrýnislaust út á steinsteypu þangað til gjaldþol skuldara þrýtur, og þá er steinsteypan boðin upp svo að eftir sitja skuldari og gjarnan einnig ábyrgðarmenn með sína steinsteypu í uppnámi. Bankarnir brjóta daglega eigin reglu um að greiðslumat á skuldara skuli fara fram ef ábyrgð af einhverjum toga nær milljón eða meira. Það er ekki haft hátt um þessa "reglu".

Seðlabankar eru mismunandi eftir löndum og álfum og þegar við köllum þrjá menn seðlabankastjóra og einn formann þeirra, nefna aðrir einn aðalbankastjóra en heilan her aðstoðarbankastjóra eða eitthvað álíka. Þannig er þessu einnig farið þegar Frakkar eru nú með 15 ráðherra en við með 12, að þeir eru með ótal aðstoðarráðherra en við engan. Þessi samanburður er ekki eins einfaldur og sumum sýnist í fljótu bragði.

Herbert Guðmundsson, 9.6.2007 kl. 13:02

2 Smámynd: Tryggvi H.

það er þó hressandi að lesa gagnrýni á Seðlabankann, ekki síst þegar hún er einfölduð og jafnvel svolítið röng  

Tryggvi H., 9.6.2007 kl. 13:36

3 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Ég held nú að Þráinn hafi nú verið að vísa í það að við erum hér með örhagkerfi og mynnt en samt með 3 seðlabankastjóra. Það er nú bara alls ekki hægt að bera saman Frakkland eða önnur lönd þar sem búa milljónatugir þannig að ég held að þetta sé rétt hjá honum. Enda eru Seðalabankastjórar hér á landi með heilan flota af aðstoðarmönnum sem heita kannski ekki aðstoðarmenn heldur hagfræðingar seðalbankans og svoleiðis. Þannig að ég held að Þráinn hafi réttara fyrir sér en menn láta hér.

Bendi á þessa færslu hjá Hlyni Þór Magnússyni:

„Það eina sem ég get fundið að starfsárum mínum í Seðlabankanum var að ég hef aldrei haft það jafnnáðugt í starfi á ævinni. Suma dagana nánast leiddist mér. Ég skildi betur hvað stundum hafði verið erfitt að ná í Tómas Árnason þegar vel viðraði fyrir golf ...“, segir Steingrímur Hermannsson fyrrv. seðlabankastjóri (1994-98) í æviminningum sínum.

Ennfremur segir hann:

„Rólegheitin í Seðlabankanum höfðu þó sínar jákvæðu hliðar. Ég hafði betri tíma en nokkru sinni fyrr til að sinna áhugamálum mínum og fjölskyldu. Ég fór að spila golf og fékk tíma til að sinna skógræktinni í Borgarfirði ...“ 

Magnús Helgi Björgvinsson, 9.6.2007 kl. 17:30

4 Smámynd: Herbert Guðmundsson

Eigum við ekki að vera bara sammála um að Þráinn sé bara ágætur eða næstum því, og ástæðulaust sé að fílósófera um skoðanir hans, nema í hófi?

Herbert Guðmundsson, 9.6.2007 kl. 18:49

5 Smámynd: Júlíus Valsson

Minnist Þráinn nokkuð á listamannalaun?

Júlíus Valsson, 9.6.2007 kl. 20:32

6 Smámynd: Halldóra Halldórsdóttir

Getur einhver svarað spurningu Þráins - hvers vegna okkar örsmái Seðlabanki þarf þrjá bankastjóra á meðan önnur komast af með einn?

Halldóra Halldórsdóttir, 10.6.2007 kl. 02:03

7 identicon

Vegna fyrirspurnar frá Júlíusi Valssyni er mér ljúft að upplýsa að í umræddum skrifum í Fréttablaðið minntist ég ekki á heiðurslaun listamanna. Svo virðist sem Júlíusi séu þessi laun hugleikin en þau eru núna 125 þúsund krónur á mánuði.

Í hans sporum mundi ég þó ekki gera mér miklar grillur út af þessum launum en einbeita mér að því að standa undir eigin launum sem samkvæmt Frjálsri verslun voru þokkaleg á síðasta ári:

"121 læknir með yfir miljón á mánuði

Læknar eru fjölmennastir í hópi þeirra sem eru með yfir miljón á mánuði, samkvæmt tekjublaði Frjálsrar verslunar en þeir eru tæplega fjórðungur þess hóps. Miklar sveiflur eru á tekjum manna innan einstakra starfstétta.

121 læknir var með yfir miljón á mánuði í tekjur á síðasta ári en alls eru 500 manns með slíkar tekjur í blaðinu. Hæstur læknanna er Júlíus Valsson gigtarlæknir með ríflega 2,3 miljónir."

Strumparnir í Seðlabankanum þurfa greinilega að herða sig ef þeir ætla að verða jafn fengsælir og Júlíus læknir.

Þráinn Bertelsson (IP-tala skráð) 10.6.2007 kl. 12:12

8 identicon

Þráinn laus við gigt?

Glúmur Gylfason (IP-tala skráð) 11.6.2007 kl. 00:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband