hux

Húsvíkingur dagsins

Magnús Halldórsson, blaðamaður á Fréttablaðinu, heldur áfram að skúbba um raforkumál og stóriðju í blaðinu í dag. Gríðarlega vel unnið efni hjá Magnúsi undanfarna daga, hann upplýsti um daginn um raforkuverðið sem OR samdi um við Norðurál. Ég held að hann hafi fundið út þetta út með því að spyrja um samningsforsendur allt þar til að aðeins ein stærð var eftir, - verðið sjálft, þá reiknaði hann það út og fékk útreikninginn staðfestan hjá forstjóra fyrirtækisins. Í meira en 40 ár hefur það vafist fyrir íslenskum blaðamönnum og almenningi að finna út raforkuverð til stóriðju, en svo var Magnús settur í málið og þá fór það að skýrast.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Herbert Guðmundsson

Feluleikurinn með raforkuverð hér á landi til stóriðju er einn allsherjar bömmer því auðvitað vita allir á þessum markaði allt um verð og önnur samningskjör. Ég var nokkur ár að fylgjast með þessum málum sem blaðamaður og lenti meðal annars í orrahríðinni milli Hjörleifs Guttormssonar þá iðnaðarráðherra og Ragnars Halldórssonar þá forstjóra Ísals, um "hækkun í hafi". Sem snérist um ásakanir á hendur Ísals fyrir að hækka í bókhaldinu innkaupsverð súráls til þess að lækka hagnað af rekstri fyrirtækisins og þar með afkomubundin gjöld. Á þessum tíma, fyrir um aldarfjórðungi muni ég rétt, mátti lesa allar lykiltölur um verð á orku og öðrum helstu aðföngum áliðnaðarins í alþjóðlegum skýrslum. Hefur einhver leitað að þeim upp á síðkastið?!

Herbert Guðmundsson, 9.6.2007 kl. 12:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband