8.6.2007 | 11:49
Dómur hafnaði því að tölvupóstur staðfesti verksamning
Hvenær semur maður við mann og hvenær semur maður ekki við mann? Er tölvupóstur viðhlítandi sönnunargagn um það hvort verksamningur sé kominn á eða ekki? Þessu hafa menn velt fyrir sér í framhaldi af sambandsslitum Egils Helgasonar og 365. En í mars sl. kvað Héraðsdómur Norðurlands eystra upp dóm þar sem tölvupóstur var ekki talið gilt sönnunargagn, í því máli amk.
Maður sem taldi sig hafa gert verksamning við Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar og byggði m.a. á tölvupóstum frá forsvarsmönnum þess tapaði málinu. Sjá nánar hér: Hróðmar Dofri Hermannsson gegn Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar. En ég dreg í efa að Dofri sýti það mikið að hafa misst af starfi hjá Atvinnuþróunarfélaginu vorið 2005. Ári seinna var hann orðinn varaborgarfulltrúi í Reykjavík og framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Tenglar
Bloggarar
- Björn Ingi
- Freedom Fries
- Denni
- Andrés J
- Jakob
- Helga Sigrún
- Axel
- Arna
- Tómas
- Friðjón
- Davíð Logi
- Eygló Harðar
- Guðmundur
- Sigmar
- Eiríkur Bergmann
- Ómar
- Hallur
- Stefán Fr.
- Ragnar B
- Aðalheiður
- Magnús
- Valdimar
- Bjarni Harðar
- Gísli Freyr
Fleiri bloggarar
- Sveinn Hjörtur
- Bæjarstjórinn
- Egill
- Óli Björn
- Össur
- Helga Vala
- Helgi
- Andrés M
- Sæunn
- Jón Axel
- Fanný
- Snorri
- Stefán Pálsson
- Valgerður
- Hrannar B
- Baddi
Og fleiri
Enn fleiri bloggarar
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.1.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 536781
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er tvennt sem mér finnst merkilegt.
Ég er hissa á því að tölvusamskipti af þessu tagi séu ekki talin gild sönnunargögn. Þau hljóta að vera það með svipuðum hætti og fax. Enginn meginmunur eru á þessum tveimur formum samskipta.
Hitt er það að ekki vissi ég að Dofri / Hróðmar Dofri bæri þetta ágæta nafn.
Gestur Svavarsson (IP-tala skráð) 8.6.2007 kl. 12:06
Í fljótu bragði sýnist mér þetta mál allt annars eðlis. Það eitt og sér að tölvupóstar komi við sögu gerir þetta ekki sambærilegt.
Óli Gneisti (IP-tala skráð) 8.6.2007 kl. 12:20
Þessir tölvupóstar á milli Ara og Egils eru auðvitað bara samtal alveg eins og þegar maður talar við mann í síma. Undirskrifaður samningur er allt annað er samtöl á millum manna í gegnum tölvupóst eða í gegnum símtól. Er það ekki þannig að fyrst tala menn saman og skrifa svo undir samning. Fyrst eru samskipti og svo viðskipti.
Axel Jón Fjeldsted (IP-tala skráð) 8.6.2007 kl. 14:09
Er lögfræðingur 365 í þessu máli ekki einn af Baugslögfræðingunum sem börðust fyrir því í Baugsmálinu að tölvupóstar væru ekki trúverðug sönnunargögn vegna þess hvað það væri auðvelt að falsa þá.
Núna þegar það hentar þeim þá finnst þeim að það sé í góðu lagi að nota tölvupóst sem sönnunargang. Það finnst mér mjög skondið og lýsir hugsunarhætti þessa manna.
Addi (IP-tala skráð) 10.6.2007 kl. 14:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.