hux

Jóhanna gagnrýnir Seðlabankann

Jóhanna Sigurðardóttir var rétt í þessu að gagnrýna hækkun launa seðlabankastjóra í ræðustól á Alþingi. Ýmsir bloggarar hafa undrað sig á því að Jóhanna, ráðherra velferðar og verkalýðsmála, tjáði sig ekki um málið starx og fréttir bárust út. En svarið kom sem sagt í dag þegar Álfheiður Ingadóttir, þingmaður VG, krafði Jóhönnu svara um málið í ræðu um aðgerðaráætlun í málefnum barna og unglinga. Álfheiður bað sérstaklega um skýringu á afstöðu fulltrúa Samfylkingarinnar í bankaráðinu en hann stóð að 200.000 kr. hækkun mánaðarlauna bankastjóranna eins og allt bankaráðið nema Ragnar Arnalds, fulltrúi VG. 

Jóhanna tjáði sig fremur almennum orðum um hækkunina en gagnrýndi hana þó, einkum á þeim forsendum að hún væri ekki í neinu samræmi við það sem komið hefði frá bankanum sem hefði haldið uppi mikilli gagnrýni á sveitarfélög, ríkissjóð, fyrirtæki og atvinnulíf fyrir eyðslu. 

Eftirminnilegustu ummæli þessara orðaskipta á þingi átti hins vegar Álfheiður þegar hún sagði: "Það er atgervisflótti víðar en úr Seðlabankanum, það er atgervisflótti frá öllum hjúkrunar- og umönnunarstofnunum í landinu."

uppfært kl. 17.02: Þess  skal getið að bankaráðsfulltrúar Seðlabankans eru Jón Þór Sturluson hagfræðingur og Sigríður Stefánsdóttir sviðsstjóri


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband