hux

Launahæsti starfsmaður íslenska ríkisins

Fréttablaðið í dag upplýsir að heildarlaun Davíðs Oddssonar, formanns bankastjórnar Seðlabankans, séu ríflega 1.700 þúsund krónur á mánuði og að hann sé betur launaður eftir hækkunina en bæði forseti Íslands og forsætisráðherra. Þar með er seðlabankastjóradjobbið það best launaða hjá íslenska ríkinu. Davíð á svo náttúrlega býsna góðan lífeyrisrétt samkvæmt lögum um lífeyrisréttindi þingmanna og ráðherra sem safnast upp meðan hann er í starfi í bankanum. Það er sagt að drifkrafturinn að baki launahækkununum sé sú mikla eftirspurn sem er í bankakerfinu eftir starfsmönnum Seðlabankans. Athyglisvert.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Pétur Tyrfingsson

Það má vera að Seðlabankinn þurfi að keppa við fjármálafyrirtækin um fólk til að sinna ýmsum störfum. Það er aftur á móti öruggt mál að Seðlabankastjórarnir eru ekki í þeirra hópi. Er ætlast til þess að við trúum því að verði ekki gert gott við Davíð Oddson geri hann sér lítið fyrir og labbi yfir til Sigga Einars í Kaupþingi?

Pétur Tyrfingsson, 7.6.2007 kl. 10:40

2 Smámynd: Linda

ég á  rosalega erfit með að vera sátt við þetta, þegar ég hugsa til þess mánaðarlaunin hans mundu gera upp allar skuldir hjá mér á einum mánuði  Enn maður á víst aldrei að girnast það sem aðrir eiga, heldur samgleðjast með þeim, ég skal lofa að reyna það, þegar ég skoða vextina á lánunum mínum, í alvöru ég ætla að samgleðjast honum. 

Linda, 7.6.2007 kl. 10:58

3 identicon

Mikið hefði ég gaman af því ef Prófessor Hannes Hólmsteinn myndi nú kommenta á þessu færslu hjá þér Pétur og rifja upp eina af sínu gömlu tuggum um hversu óviðjafnanlegur Davíð Oddsson hafi verið. Einstakur stjórnmálamaður sem aldrei leiddi hugann að eigin hag. Gott ef að Davíð átti ekki hafa haft ofnæmi fyrir peningum. Enver hoxha hefði verið ánægður með slíkar lofrullur.
Eitthvað var nú raunin önnur. Davíð notaði síðustu valdadaga sína í að koma vinum sínum í feitar stöður sem sendiherrar um hvippinn og hvappinn. Síðan sérhannaði hann sína eigin "gullnu fallhlíf" í formi elliheimilisvistar við Arnarhól og áskriftar á hæstu eftirlaun í gervöllu ríkinu. Fussum svei. Það er farið að glitta í það sem var á bakvið Potemkin-tjöldin öll þessi ár.

Andrés (IP-tala skráð) 7.6.2007 kl. 11:12

4 Smámynd: Hlynur Þór Magnússon

Blaðafulltrúar eru hátt skrifaðir í seinni tíð.

Hlynur Þór Magnússon, 7.6.2007 kl. 11:33

5 identicon

"Þar með er seðlabankastjóradjobbið það best launaða hjá íslenska ríkinu. "
 
Er það svo? Samkvæmt listanum, sem Frjáls verslun birtir okkur árvisst um launahæstu Íslendingana, samkvæmt skattskrám, eru allmargir læknar, líklega sjúkrahússlæknar, með mun hærri laun, uppundir þrjár milljónir á mánuði. Mér hefur lengi þótt það athyglisvert að ríkisstarfsmenn geti verið á svo háum launum.


lesandi (IP-tala skráð) 7.6.2007 kl. 13:30

6 identicon

Ég, um Mig frá Mér til Mín!!!  Um þetta snýst þetta allt saman og hefur alltaf snúist.  Hvarflaði að einhverjum hér á landi að menn færu í stjórnmál af manngæsku einni saman.  Það væru þá allnokkru fleiri dýrlingarnir á borð við Móður Theresu, sem frá Íslandi hefðu komið í gegnum aldirnar en þessi ENGINN, sem héðan hefur komið.

Verði honum að góðu með það sem hann hefur.

Snorri Magnússon (IP-tala skráð) 7.6.2007 kl. 15:47

7 identicon

Sæll frændi, alltaf gaman að lesa bloggið þitt. Þetta er skemmtileg umræða -halda menn virkilega að Seðlabankinn sé einhverskonar dvalarheimili. Mér finnst sem starfsmanni "heimilisins" til sex ára þessi hugmynd fólks um sældarlíf seðlabankastjóra bara alveg stórfurðuleg. Auðvitað væri best að allir fengju vel greitt fyrir það sem þeir gera vel en við lifum víst ekki í fullkomnum heimi. Kær kveðja, Eva Sóley

Eva Sóley Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 7.6.2007 kl. 17:49

8 identicon

Er þetta ekki sami strumpurinn og reyndi að setja KB-banka á hausinn með því að taka út innistæðu sína þar - út af ofurlaunum sem yfirmenn þar létu skammta sér?

Þráinn Bertelsson (IP-tala skráð) 7.6.2007 kl. 21:03

9 identicon

Jú, þetta er vissulega sami strumpurinn.  Ég skil ekkert í því að ég er skyndilega kominn með ælupest!  Ógeð!

Þvílíkur viðbjóður sem vellur upp á yfirborðið!  "Svona gera menn ekki!" sagði maðurinn í fyrndinni.

...en svo maður snúi sér að öðrum málefnum, hvað ætli blaðburðarbörn hafi í tekjur á manuði?  Veit það einhver?

Bibbi trúður (IP-tala skráð) 8.6.2007 kl. 21:56

10 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Er það ekki rétt að það er Helgi sem er fulltrúi Framsóknarflokksins sem leggur til þessar launahækkanir og það er hans síðasta verk sem formaður bankaráðs Seðlabankans. eða er ég að misskilja eitthvað? Það er kannski ástæða til að mótmæla þessu innan Framsóknarflokksins. Ég er ekki alveg að fatta hvað honum gekk til.

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 9.6.2007 kl. 20:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband