hux

Kílóvattstund dagsins

Það eru mikil tíðindi í forsíðufrétt Fréttablaðsins í dag þar sem forstjóri OR staðfestir að Norðurál greiði 2,1 krónu á hverja kílóvattstund vegna álvers í Helguvík. Allt frá því á sjöunda áratugnum hefur það verið gagnrýnt að orkuverðið væri leyndarmál og auðvitað hefur það alla tíð  takmarkað möguleika á að ræða þessi mál í heild að óvissa hefur verið um orkuverðið.

Ég man að fyrir nokkrum misserum komu fram upplýsingar í blaði í Brasilíu, hafðar eftir forstjóra Alcoa, um hvað fyrirtækið greiði fyrir orkuna frá Kárahnjúkavirkjun. Nú bíð ég eftir að minnugir blaðamenn grafi upp þær upplýsingar og haldi áfram með málið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband