hux

No Comment dagsins

Það var athyglisvert að horfa á alþingismennina Katrínu Júlíusdóttur, formann iðnaðarnefndar Alþingis, og Kjartan Ólafsson, í Íslandi í dag rétt áðan. Þau urðu vandræðaleg þegar þau voru spurð álits á launahækkunum seðlabankastjóra og sögðust ekki hafa getað kynnt sér málið vegna anna í þinghúsinu. Meiri annirnar að fólkið hafi ekki getað litið yfir forsíðu Fréttablaðsins í morgun og lesið þar ca. 10 dálksentimetra frétt um málið. Hvað þurfti að kynna sér, launin hækka um 200.000 kall á mánuði, ég held amk að Katrín hefði ekki þurft langan tíma til að kynna sér málið áður en hún tjáði sig um það meðan hún var í stjórnarandstöðu.

Svo var rætt um orkusölusamning OR til Helguvíkur og ég skildi Katrínu þannig að hún hikaði ekki við að lýsa sig andvíga samningum, sem mér fannst merkilegt og djarft af formanni iðnaðarnefndar nýs ríkisstjórnarmeirihluta, sem starfar samkvæmt loðnum og teygjanlegum ákvæðum um stóriðjumál í stórnarsáttmála. Það er ýmislegt sem stjórnarflokkarnir eiga eftir að gera út um sín á milli í þessum efnum. Kjartan Ólafsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði á hinn bóginn óhræddur að hann hefði trú á að álver ætti eftir að rísa í Helguvík. Þarna er gjá milli ríkisstjórnarflokkanna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lýður Árnason

Hlustaði líka á þetta eindæma skoðanaleysi þingmannanna tveggja varðandi launaskriðið í seðlabankanum.  Því miður færist í vöxt að stjórnmálafólk njóti sviðsljóssins fremur en að nýta það.  Má ég þá frekar biðja um Hannibal og Karvel.

Lýður Árnason, 7.6.2007 kl. 03:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband