hux

Beitt sjálfsgagnrýni?

Fréttablaðið segir frá því á forsíðu í dag að laun Seðlabankastjóra hafi verið hækkuð um 200 þúsund á mánuði upp í 1.400 þúsund. Fylgja aðrir fordæmi Seðlabankans? Fer nú af stað skriða launahækkana sem verður velt út í verðlagið? Gæti þetta orðið til þess að kalla á hækkun stýrivaxta?

Var það ekki bara í gær sem Davíð Oddsson var að gagnrýna stjórnvöld, sveitarfélög, fyrirtæki og einstaklinga fyrir of mikla neyslu, fyrir að spenna bogann of hátt? 


mbl.is Samþykkt að hækka laun seðlabankastjóra um 200.000 kr. á mánuði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Þegar Davíð Oddsson á í hlut sannast sú forkveðna samlíking um "bjálkann og flísina" Davíð hefur ekki ástundað mikla sjálfsgagnrýni í gengum árin.

Jón Ingi Cæsarsson, 6.6.2007 kl. 11:39

2 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Þessi piltur er nú frægur fyir að bera kápuna á báðum öxlum og ætla öðrum það sem hann ekki ætlar að taka þátt í sjálfur s.br. eftirlaunafrumvarpið margfrægt, sem hvergi átti að hafa áhrif nema í hans vösum og nokkurra annarra.

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 6.6.2007 kl. 11:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband