5.6.2007 | 19:39
Orkuöflun lokið vegna Helguvíkur: D og S ósammála í OR
Þá er endanlega búið að tryggja væntanlegu álveri í Helguvík þá orku sem þarf til að reka 1. áfanga þess. Á síðasta stjórnarfundi Orkuveitu Reykjavíkur undir stjórn Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, heilbrigðisráðherra, var orkusölusamningur vegna Helguvíkur samþykktur. Áður hafði Hitaveita Suðurnesja gengið frá samningi fyrir sitt leyti þannig að orkuöflun er nú að fullu lokið.
Guðlaugur Þór, heilbrigðisráðherra í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar, studdi að sjálfsögðu samninginn líkt og aðrir fulltrúar borgarstjórnarmeirihlutans en Dagur B. Eggertsson greiddi atkvæði á móti og Svandís gekk af fundi til að mótmæla leynd um verðið. Spurning hvort Dagur hafi ráðfært sig við iðnaðarráðherra síns flokks í ríkisstjórninnin nú eða umhverfisráðherrann. Hvað sem því líður og hvað sem loðin og teygjanleg ákvæði ríkisstjórnarsáttmálans um stóriðjumál eiga að þýða sýnir afgreiðsla málsins í stjórn Orkuveitunnar að Sjálfstæðisflokkurinn fylgir einfaldri stefnu í stóriðjumálum: Árangur áfram - ekkert stopp!
Ég vil hins vegar taka undir afstöðu Svandísar og andmæla leynd á orkuverði, það er fáránlegt og almenningi er bara ekki ætlandi að taka afstöðu til þessara mála á grundvelli getsagna um orkuverðið. Því hlýtur maður að beina því til iðnaðarráðherra að hann mæli þegar í stað fyrir um að leynd verði aflétt af orkusölusamningum sem íslenska ríkið á aðild að. Það sama gerði Þorsteinn Pálsson reyndar nýlega í ansi mögnuðum leiðara en ráðherrann hefur ekki svarað enn.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:17 | Facebook
Tenglar
Bloggarar
- Björn Ingi
- Freedom Fries
- Denni
- Andrés J
- Jakob
- Helga Sigrún
- Axel
- Arna
- Tómas
- Friðjón
- Davíð Logi
- Eygló Harðar
- Guðmundur
- Sigmar
- Eiríkur Bergmann
- Ómar
- Hallur
- Stefán Fr.
- Ragnar B
- Aðalheiður
- Magnús
- Valdimar
- Bjarni Harðar
- Gísli Freyr
Fleiri bloggarar
- Sveinn Hjörtur
- Bæjarstjórinn
- Egill
- Óli Björn
- Össur
- Helga Vala
- Helgi
- Andrés M
- Sæunn
- Jón Axel
- Fanný
- Snorri
- Stefán Pálsson
- Valgerður
- Hrannar B
- Baddi
Og fleiri
Enn fleiri bloggarar
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 24
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.