31.5.2007 | 13:09
Þrjú dagblöð - þrír ritstjórar - einn flokkur
Eftir að Ólafur Þ. Stephensen er orðinn ritstjóri Blaðsins er staðan á íslenskum blaðamarkaði sú að ritstjórar þriggja útbreiddustu dagblaða á Íslandi hafa allir gegnt trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn.
Þorsteinn Pálsson, ritstjóri Fréttablaðsins, er sem kunnugt er fyrrverandi formaður flokksins og sá eini þremenninganna sem verið hefur í opinberri forystusveit flokksins Styrmir Gunnarsson, ritstjóri Moggans, og Ólafur hafa lengi verið meðal áhrifamanna í flokknum, einkum þó í ungliðasveitinni. Ólafur var formaður Heimdallar um tveggja ára skeið í kringum 1990, en Styrmir, sem bjó til hugtakið innvígður og innmúraður, var heimdallarformaður á sjöunda áratugnum. Ólafur hefur verið meðal mestu áhugamanna innan Sjálfstæðisflokksins um nánara samband Íslands og ESB og er mikill sérfræðingur um Evrópumál.
Þrátt fyrir hinn flokkslega bakgrunn er hins vegar engum blöðum um það að fletta að Ólafur Þ. Stephensen er fagmaður fram í fingurgóma í blaðamennsku, var innan við tvítugt þegar hann fór að vinna á Mogganum með skóla og varð samstarfsmönnum hans hafi snemma orðið ljóst að þar fór mikill afburðamaður sem líklegur var til að gera stóra hluti hvar sem hann haslaði sér völl. Það verður spennandi að fylgjast með þróun Blaðsins undir hans stjórn og í tilkynningu Árvakurs kemur fram að markið er sett hátt, Ólafi er ætlað að gera Blaðið að útbreiddasta blaði landsins og skjóta Fréttablaðinu ref fyrir rass.
Jón Kaldal, meðritstjóri Þorsteins á Fréttablaðinu, og Sigurjón M. Egilsson, ritstjóri DV, eru nú einu ritstjórar íslenskra dagblaða sem ekki hafa komist til metorða hjá Flokknum. Sigurjón hefur líklega aldrei komist nær Sjálfstæðisflokknum en það að vinna í sama húsi og Jón heitinn Sólnes á Akureyri fyrir mörgum árum, ef ég man söguna rétt.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:18 | Facebook
Tenglar
Bloggarar
- Björn Ingi
- Freedom Fries
- Denni
- Andrés J
- Jakob
- Helga Sigrún
- Axel
- Arna
- Tómas
- Friðjón
- Davíð Logi
- Eygló Harðar
- Guðmundur
- Sigmar
- Eiríkur Bergmann
- Ómar
- Hallur
- Stefán Fr.
- Ragnar B
- Aðalheiður
- Magnús
- Valdimar
- Bjarni Harðar
- Gísli Freyr
Fleiri bloggarar
- Sveinn Hjörtur
- Bæjarstjórinn
- Egill
- Óli Björn
- Össur
- Helga Vala
- Helgi
- Andrés M
- Sæunn
- Jón Axel
- Fanný
- Snorri
- Stefán Pálsson
- Valgerður
- Hrannar B
- Baddi
Og fleiri
Enn fleiri bloggarar
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.1.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 30
- Frá upphafi: 536790
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 16
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er þá orðin viðurkennt og vitað að Mogginn verður aldrei aftur stærsta blaðið. Ætli hér sé verið að leggja drög að því að hann verði framvegis þriðja stærsta blaðið á landinu.
Sic transit gloria mundi.
Ingibjörg Stefánsdóttir, 31.5.2007 kl. 14:06
Sæll Pétur Gunnarsson!
Varðandi athugasemd Ingibjargar Stefánsdóttur þá hlýtur hún að vera byggð á grundvallarmisskilningi. Dagblöð frí eða seld eru tvö númer, sem eru ósambærileg í dreifingu. Það hlýtur raunar að teljast árangur fyrir Morgunblaðið að halda 50 þúsund eintaka sölu daglega þrátt fyrir tvö ný fríblöð sem dritað er út um allt, svo að fáir komast hjá því að rekast á þau einhvers saðar. Ég þekki eftirlitið með upplagi Moggans mæta vel, því ég annaðist það í áratug sem félagsmálastjóri Verslunarráðsins, með tilstyrk löggilts endurskoðanda.
Hitt er annað mál að ættfæra skoðanir ritstjóra blaðanna og gera þeim upp að hafa haldið og halda tryggð við stjórnmálaflokk sem þeir aðhylltust í verki fyrir langa löngu. Ég get vitnað um að hafa verið í þeim sporum á sínum tíma sem forystumaður í ungliðahreyfingu Sjálfstæðisflokksins og ritstjóri flokksblaða, en aldrei hvarflaði að mér eftir að ég tók að mér störf í blaðamennsku á öðrum vettvangi eða fyrir félagasamtök ótengd stjórnmálaflokkum, að ganga erinda míns "gamla" flokks. Ég trúi því að það sé almenn afstaða allra í þessum aðstæðum.
Þótt það sé aukaatriði, er ég forvitinn um hvar í húsi leiðir SME og Jóns G. Sólness lágu saman? Það hefur farið fram hjá mér á þeim tíma.
Herbert Guðmundsson, 31.5.2007 kl. 21:08
Herbert það var þannig að rétt eftir að Sólnes hætti á þingi var sme búsettur á Akureyri og starfaði fyrir fyrirtæki sona hans, ég held við fasteignasölu og sinnti umboðsmennsku fyrir blað Vilmundar Gylfasonar í hjáverkum, hét það ekki Frjáls þjóð? Sá gamli var með vinnuaðstöðu í sama húsi. Þetta hefur verið upp úr 1980 trúi ég.
Pétur Gunnarsson, 1.6.2007 kl. 12:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.